Eimreiðin - 01.05.1913, Síða 59
133
En allir englarnir titruðu af ótta fyrir reiði guðs almáttugs,
sem óx æ meir, er hann talaði við konurnar, hverja á fætur ann-
arri. Og þó þær allar hefðu verið dregnar á tálar af Don Júan á
jörðunni, þá sögðu þær nú allar frammi fyrir guði, að þær væru
búnar að gleyma því.
Pá upphóf guð raust sína og snéri sér að lokum að Don
Júan: »Enda þótt þessar góðu sálir hafi fyrirgefið þér syndir
þínar, eru þær þó skráðar í bók mína. Og því skal þér verða
útskúfað í hin eilífu myrkur ásamt með bræðrum þínum, en það
eru morðingjar og meinsærismenn.«
Tveir englar þrifu þá Don Júan, til að flytja hann niður í
hin yztu myrkur, en í sömu svipan fleygði Donna Elvíra sér á
kné fyrir fótskemil guðs og hrópaði hágrátandi:
»Guð almáttugur! frelsaðu hann, frelsaðu hann!«
Og Donna Annúnzíata — og allur sá flokkur ungra kvenna,
sem Don Júan hafði sært og svívirt á jarðríki, þær þyrptust
saman og féllu á kné fyrir dómstóli guðs og báðu allar grátandi:
»Frelsaðu hann, frelsaðu hann!«
Og guð almáttugur horfði á þær og undraðist mikillega:
»Segið mér þá, hversu það má ske, að þið hafið gleymt öllum
þeim hörmum, sem hann' olli ykkur, og hversvegna þ'ið viljið
endurgjalda smán hans og svívirðu með himneskri sælu.«
Pá tók Donna Elvíra fyrst til orða með mikilli auðmýkt fyr-
ir augliti guðs: »Faðir vor — þjáningar mínar voru einskisvirði,
einskisvirði í samanburði við fullsælu þá, er hann veitti mér, þó
um stutta stund væri. Jafnvel þá, er neyð mín var stærst, var ég
þó sælli en á fyrri árum, áður en ég kyntist honum; og þegar
ég leitaði á náðir dauðans, var það í von um, að geta dreymt
um hann í hinum eilífa svefni.«
þá talaði Donna Margueríta della Varenza fyrir augliti drott-
ins: »Hann er sá, sem gaf mér auð og allsnægtir á jarðríki.
Dagar mínir voru auðn og dimma, áður en hann birtist mér; en
þegar hann snart mig, opnaðist mér dýrðlegur undraheimur. Hví
skyldi ég þá eigi syrgja, er hann hvarf mér, og hví skyldi ég
eigi stinga augu mín út, er þau aldrei fratnar gátu séð hann, sem
var eftirlæti mitt á jörðu. Nei, enginn, enginn hefur veitt mér
slíka blessun og hann.«
Pá talaði Donna Annúnzíata fyrir augliti drottins, og spenti
greipar með miklum fjálgleik: »Heyr mig, drottinn! Mín var