Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Page 63

Eimreiðin - 01.05.1913, Page 63
137 Og þeir spiluðu, átu kræsingar og drukku púns, en fyrst og fremst sungu þeir. Milli tveggja teiga, og þegar þeir voru orðnir þú-bræður, spurði ferðasalinn: — Pví ræðurðu þig ekki við leikhús? — Ég? spurði Hljómur. Hvaða bölvuð vitleysa. fJú átt að segja: ég vil! og þá tekst alt. Pað var ný kenning, því síðan hann var þriggja ára hafði Hljómur hinr. ungi ekki notað þau orð í málinu, »ég« og »vil«. Nú þorði hann hvorki að vilja né óska, og hann bað ferða- salann að freista sín aldrei framar. En ferðasalinn heimsótti hann aftur, mörgum sinnum, og hafði með sér fræga raddmenn. Freistingin varð of sterk; og eitt kvöld hætti Hljómur að malda í móinn, þegar maður, sem var hvorki meira né minna en prófessor, hafði klappað fyrir honum. Svo kvaddi hann húsbónda sinn, og yfir glasi af víni þakk- aði hann ferðasalanum, sem hafði vakið hjá honum sjálfstraustið og viljann; »viljann, þessa járnstöng í hryggnum, sem heldur manninum uppréttum, svo að hann detti ekki niður á fjóra fæt- ur.« Og aldrei skyldi hann gleyma vini sínum, sem hafði kent honum að trúa á sjálfan sig. Síðan gekk hann á fund foreldra sinna. — Ég vil verða söngvari! sagði hann, svo það hljómaði í stofunni. Faðir hans leit á vöndinn, og móðir hans grét; en það lét hann ekki á sig fá. — Týndu ekki sjálfum þér, sonur minn! voru síðustu kveðju- orð móður hans. * * * Ungi Hljómur fékk fé til að ferðast til útlanda. Par lærði hann að syngja samkvæmt öllum listareglum, og varð á fám ár- um víðfrægur söngsnillingur. Vann hann sér nú inn of fjár og réð sér sinn eigin söngstjóra. sem sá um alla hluti fyrir hann. Nú lék lífið við Hljóm, og hann gat bæði sagt ég vil og ég býð. »Ég« hans óx alveg takmarkalaust, og hann þoldi engin önnur »ég« í nánd við sig. Hann neitaði sér um ekkert og hann afneitaði sér heldur ekki. En þegar þar að kom, að hann ætlaði heim til lands síns aftur, sagði söngstjórinn hans við hann, að

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.