Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 75

Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 75
149 inn til sannleikanst (bls. 69). Aftur er »Lúters-truin« eða kristnin »trú á sannleikans ljós, opinberað af almáttugum guði« (bls. 69); hún er »hin eina sanna trú« og »óhugsandi er, að neitt sinn muni fram koma önnur trúarbrögð, sem komist til jafns við kristnu trúna« (bls. 20). OU »önnur trúarbrögð eru meira eða minna röng« (bls. 21). Tilgangurinn með bókinni leynir sér þannig ekki. Hann er aug- sýnilega sá, að hefja »Lúters-trúna« á kostnað hinna tveggja, og eink- um að koma inn hjá mönnum óbcit á »nýju guðfræðinni«, enda er ýmislegt af því, sem höf. segir um hana, óneitanlega satt. Hún er hálfgert viðrim, hvorki fiskur né fugl; er nánast orðin »únítarartrú«, en þorir ekki eða vill ekki kannast við það, og þykist standa á gömlum rétttrúnaðargrundvelli þrátt fyrir alt. — En ekki kæmi oss á óvart, þó árangurinn af viðleitni höf. og samanburði yrði einmitt sá, að skaða mest »Lúters-trúna«, og laða lesendurna að »únítara-kenningunni«, sem höf. segir sé »sífeld leit mannsandans af eigin rammleik að huldum sannleiks-ijársjóðum í hofi tilverunnar« (bls. 69). Er þetta ekki eins fallegt eins og sú hrokakenning, að þykjast þegar hafa höndlað allan sannleika og hafa einkarétt (patent) á honum? Kristur spurði þó sjálf- ur: »Hvai) er sa?inleikurr« V. G. íslenzk hringsjá. GUNNAR GUNNARSSON: DEN DANSKE FRUE PAA HOF. Af Borg- slægtens Historie. Khöfn. iqi2. í ritdómi vorum í síðasta hefti Eimr. (XIX, 72—73) um >'Ormarr 0rlygsson« gátum vér þess, að von mundi á framhaldi í nýrri sögu, þar sem frekar yrði sagt af Borgarættinni og örlögum hennar. Og nú er hún líka komin og hefur fengið nafn eftir hinni dönsku konu séra Ketils, sem getið var í fyrri sögunni. Hún er og viðriðin söguna frá upphafi til enda, en aðallega snýst þó sagan um feðgana þrjá, hina sömu og í fyrri sögunni: 0rlyg gamla, séra Ketil og Ormarr, og þeirra við- skifti. Eins og lesendur vorir máske muna, endaði fyrri sagan á því, að séra Ketill kemur heim til íslands giftur danskri konu, en hafði áður tælt fóstursystur sína, svo hún var þunguð af hans völdum. Og til þess að firra föður þeirra of mikilli sorg í ellinni og ættina vanvirðu og hneisu, þá ræður Ormarr af að ganga að eiga barns- móður bróður síns og láta sem hann sé faðir barnsins. Fara þau brúðkaupsferð til Ítalíu og giftast á leiðinni í Khöfn í september, en snemma í marzmánuði næsta e!ur hún barnið. A meðan þau eru burtu, elda þeir feðgarnir 0rlygur og séra Ketill grátt silfur, og er hin danska kona séra Ketils þykist sjá, hvað í honum býr, verður hún honum fráhverf, en fær óbilandi traust, virðingu og ást á tengdaföður sínum. Til þess nú að reyna að sigra í baráttunni við föður sinn, undirbýr hann siifnuðinn fyrst með ströngum prédikunum um hreinlífi og siðgæði, og lætur síðan þann kvitt upp koma í sveitinni, að 0rlygur gamli sé faðir að barni þeirra Orm- arrs-hjóna, og hafi hann keypt Ormarr til að eiga stúlkuna og gangast við barninu. í*essu er trúað og hefur þær verkanir, að allir forðast sem mest umgengni við 0r-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.