Eimreiðin - 01.05.1921, Qupperneq 39
EIMREIÐIN]
RÆÐAN
167
reglulega. Yfirleitt fjrrirmyndarmaður — hversdagslega,
eftir því sem kallað er.
En svo kemur hitt.
Ásmundur Pálsson er stundum öðruvísi. Pá situr hann
á kaffihúsum, drekkur öl og citron og sódavatn. Þá er
hann talsvert dekkri í andliti en venjulega, og talsverður
sláttur á honum. Þá gengur hann á milli þeirra, sem hann
þekkir, mikið eða lítið, og talar við þá. Engum dylst,
hvað er á seiði. Ásmundur Pálsson er að skemta sér.
Pá finst mér allaf, er eg sé hann, að einhver skuggi
leggist yfir gleði mína, af því að mér þykir í rauninni
vænt um hann, þrátt fyrir alt það ergelsi og amstur, sem
hann stundum hefir bakað mér. Eg hefi orðið var við
það, að þannig er með fleiri en mig af kunningjum hans.
Við reynum að þoka okkur úr vegi hans, þegar hann er
þannig á sig kominn. Og þó get eg i rauninni ekki gert
mér grein fyrir, hvað það er, sem fælir mann frá, enda
þótt hann sé að skemta sér. Hann talar að vísu meira,
en sjaldan neina vitleysu; hann brýtur aldrei beint á móti
góðu velsæmi, jafnvel miklu síður en margir aðrir menn
í líku skapi, sem þó eru taldir góðir félagar og eftirsókn-
arverðir. Nei, eg held það sé mest vegna þess, hversu
mikið maðurinn breytist. Eg þekki menn, sem þykja beztu
félagar, en stöðugt Iiggja uppi á öðrum, enda þótt
þeir hafi nóg efni. Ásmundur Pálsson er ekki sínkur, sízt
þegar hann er að skemta sér. Eg þekki menn, sem þykja
meira en húshæfir, enda þótt þeir geti aldrei látið konur
í friði, þegar þeir eru við öl. Ásmundur Pálsson er ætíð
hæverskur við konur — þó alls enginn kvenhatari, síður
en svo.
En hann breytist svo afskaplega. Og annað er það, að
hann er ótrúlega úthaldsgóður (eða, mig langar til að
segja -illur) þegar skriðurinn er kominn á hann. Klukkan
5 er hann með Pétri og Páli, klukkan 11 eru þeir fallnir
í valinn og ófærir allra bjargráða. Pá er hann hinn sami
og fer til Jóns og Jónasar. Síðla nætur kemur hann heim
til sín með Magnús og Markús og situr með þá við söng
og hljóðfæraslátt, kvæði og ræður, þar til birtir af degi.