Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1921, Síða 61

Eimreiðin - 01.05.1921, Síða 61
EIMREIÐIN'1 GUÐMUNDUR BISKUP GÓÐI 189 sem nú birtist, er alls ekki barn, heldur fullorðin stúlka. Er nú ekki hægt að hugsa sér þetta með þeim hætti, að það sé móðir barnsins, sem hér er orðin aðal persónan í leiknum. Barnið tapast, og ofan á það bætist sú trú, að illur andi hafi sótt það, og þetta veldur þvi, að móðir þess verður vitfirt, alveg óð. Aðrir aftur á móti verða óttaslegnir við hana, og imynda sér að barnið dauða, út- burðurinn, sé hlaupinn í hana, skoða hana eiginlega sem draug, þótt hún sé lifandi, líta á hana sem illan anda. Hún er úfin og afmynduð í andliti, og fær við það nafnið Selkolla, en það verður svo aftur til þess að i sögunni er sagt að hún hafi verið með selshöfuð. Það niætti geta þess til að hún hafi verið ógift, og því hafi verið gerð svo litil gangskör að því að finna barnið. Og það mætti líka geta þess til, að þorgils bóndi hafi verið faðir barns- ins. Það gefur skýringu á heimsókn hennar til hans i naustið og því, að hún ofsækir hann svo ákaft. í einu æðiskastinu rífur hún hinn manninn svo, að hann verður blindur. Svo mætir hún Guðmundi biskupi. Hún hefir auðvitað heyrt hans getið og trúað, eins og aðrir, á mátt hans. Fyrir óttaleysi hans og andlega mátt, trú hennar og allra hinna, skeður svo »kraftaverkið« þegar þeim lýstur saman um kvöldið. Hún fellur í öngvit og upp frá því er hún róleg. Selkolla er úr sögunni. Alt er þetta auðvitað keðja af getgátum og annað ekki. En í raun og veru má sjá af þessu, að ekki þarf að hagg- ast nema mjög lítið, til þess að þessi magnaða saga mynd- ist. Selkolla er til. »Draugurinn« er tiJ, nefnilega barnið. Selkolla gerir alt þelta af sér, sem sagt er í sögunni. Feim lendir saman henni og Guðmundi biskupi. Hann vinnur bug á draugnum og setur hann »niður«, ef svo má segja, að eins sá munurinn, að það er ekki sjálf stúlkan, heldur illi andinn í henni, draugurinn, sem fyrir því verður. — En verkið verður ávalt hreystilegt af hendi Guðmundar biskups, skýr vottur um kjark hans, guðs- traust, bænarmátt og vald til þess að hjálpa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.