Eimreiðin - 01.05.1921, Side 81
EIMREIÐIN]
SYKURPLONTUR
209
sem venjulega er kölluð »síróp«. Sykrið og sírópið er þá
látið i einskonar skilvindur, og þeytist þá sirópið burt.
Sykrið verður eftir, og er þá hreinsað enn þá betur
(púðursykur). Við enn þá ítarlegri hreinsun verða hinar
aðrar alkunnu sykurtegundir til. Gæði sykurs og útlit er
yfirleitt hið sama, hvort heldur það er búið til úr sykur-
reyr eða sykurrófum.
3. Sykurhlynur.
í Norður-Ameriku er unnið sykur úr svonefndum sykur-
hlyn og öðrum skyldum tegundum. Frá ómunatíð hafa
Indiánar unnið sykur úr sykurhlyninum, og um eitt skeið
kvað allmikið að þessari sykurvinslu. Fegar sykur úr
sykurreyr fór að flytjast frá Vesturheimseyjum, var það
um hrið notað sem sælgæti. En smám saman varð það
ódýrara, og svo fór að lokum, að sykurreyrinn og sykur-
rófan hafa unnið sigur á sykurhlyninum. En samt er enn
þá unnið hlynsykur.
Sykurhlynurinn vex einkum í vesturhluta Bandarikj-
anna og suðvesturhluta Kanada. En sykurvinslan nær
þó yfir miklu minna svæði. Safinn er langmestur þar sem
mikill er munur á hita dags og nætur, þar sem kaldar
frostnætur koma á eftir sólríkum dögum. Auk þess er það
komið undir árferði, stærð trjánna og laufkrónu, hve
mikill sykurvökvinn er. Stór og laufrík tré eru sykur-
ríkust. Sykurtiminn stendur venjulega yfir frá því um
miðjan martsmánuð til loka aprílmánaðar. Verkið er hafið
með því, að hreinsa börkinn með bursta. Því næst er
borað gat á börkinn sólarmegin, 1 þuml. á dýpt og V*
þuml. að þvermáli. Æð er feld í gatið og leidd þaðan í
dall, sem settur er nálægt trénu. þannig rennur sykur-
vökvinn í dallinn. Þegar dallarnir (5. mynd) eru orðnir
fullir, eru þeir auðvitað tæmdir. Úr þroskavænlegu tré
fást 2l/a—3 kg. af sykri. Stundum fást yfir 15 kg. úr
sama trénu. í Kanada hafa verið unnin 10 miljón kg.
og í Bandarikjunum 20 miljón kg. á ári.
14