Eimreiðin - 01.05.1921, Síða 104
232
RÓMANTÍK
[EIMREIÐIN
handar og mannlegs anda — húsin, sem reist eru; garð-
ana, sem ræktaðir eru; málverk og höggmyndir, — og
það á einnig við bækur þær, sem út koma, en það skiftir
mestu máli fyrir okkur í þetta sinn.
Sú bók er ekki til, sem hefir ekki blæ sins tíma —
yzt og innst —; hvorki þarf höfundarnafns né ártals við,
til þess að skera úr því nokkurn veginn nákvæmlega,
hvenær hún sé til orðin; bandið, prentið, skrautið, segir
frá því, — og þó miklu frekar orðin, hugsanirnar, hug-
blærinn (stemningarnar), efnið; hver kynslóð hefir sinn
orðaforða, sinn uppáhaldshugblæ, sínar hugsjónir, sitt
sérstaka form á sundurlausum orðum og samföstum;
fróður maður getur ekki um þaðjvilzt.
Eg skal nefna dæmi, sem leiða mig nær umtalsefni
mínu.
Ef maður hefir um langan tíma einvörðungu lesið bók-
mentir upplýsingar-aldarinnar — þ. e. a. s. bækur frá
hér um bil 1750—1790—1800 — og leggur þær síðan frá
sér, án þess að hugsa um nokkra sérstaka af þeim, þá
þýtur um hugann hópur af orðum, sem eru endurtekin
sí og æ í þessum bókmentum og láta í Ijósi hugmyndir
þær og hugsjónir, sem alt snýst um; nytsemd — niður-
röðun náttúrunnar — vísdómsleg smíð heimsvélarinnar
— vinátta, vín og söngur — skynsemi — barnauppeldi —
mannúð og góðgerðasemi — farsæld — borgaradygðir —
framfarir — endurbætur — hinar gagnlegu og fögru vís-
indagreinir — siðferði o. s. frv.
Ef við gerum síðan á eftir sömu tilraun með bækur
næstu kynslóðar, þá verðum við þess vör, að í heila
okkar hafa tekið sér bólfestu orð af alt öðru sauðahúsi,
geysifjöldi af nýjum orðum og myndum, sem eru þó öll
tengd ættarböndum hið innra:
Maður gengur gegnum »forna, æruverða lunda« og
nemur með ».fjálgleik« staðar fyrir framan leifar frá
»liðnum, minningaríkum öldum«; »óljós grunur um fyrri
tilvist« stelst eins og kvíðvænleg andasnerting inn í sálar-
innar »leyndu fylgsni«; maðurinn laumast brott frá »glaumi
heimsins« inn í skógareinveruna og »flýr þangað« til