Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1921, Síða 106

Eimreiðin - 01.05.1921, Síða 106
234 RÓMANTÍK IEIMREIÐIN ekki takmörkuð eða bundin við neitt ákveðið svið; hún á rót sina að rekja til gersamlega ólikrar skoðunar á sjálfu lífinu og kemur i ljós á öllum sviðum andlegrar menningar. Það er ekki að eins hægt að tala um róman- tiska heimsspeki, rómantiskan skáldskap og rómantíska trúrækni, heldur má einnig fylgja hreyfingunni langt inn i allskonar sérfræði og tala full-greinilega um rómantíska eðlisfræði, rómantiska stjörnufræði, rómantíska grasafræði, rómantiska steinafræði, rómantiska lögspeki, rómantíska málvísi, rómantiska læknisfræði — og rómantiska pólitík. Hér getum við auðvitað ekki farið út i einstök atriði, en verðum að halda okkur við þau svið, þar sem hreyf- ingin á rætur sínar, og við nemum þá staðar við heims- spekina, listaskilninginn ásamt skáldskapnum, og trú- ræknina. — Það atriði, sem greinir rómantikina ekki að eins auðsýnilegast, heldur og fjölbreytilegast og dýpst, frá bæði upplýsingaröldinni og tímabili Darwins, er það, sem eg vil nefna óendanleikaþrá hennar eða eilífðarlöngun. Bæði upplýsingaröldin og náttúrustefnan (naturalismen) takmarka eða þykjast takmarka sjóndeildarhring sinn við heim hins endanlega, en rómantikin þráir sifelt út i óendanleikann; rómantíkin vill fá skilning á lífsheildinni, — alheiminum —, og viðurkennir ekki, að þekkingar- máttuleika sinum séu nein takmörk sett; náttúrustefnan neitar þvi, að unt sé að þekkja meira en brot af lífinu (un coin de la vie), sem muni ef til vill einhvern tíma í óendanlega fjarlægri framtíð verða hægt að leggja saman, svo að út komi heildarmynd af heiminum. Heimsspeki 18. aldarinnar var mestmegnis almennings- heimsspeki eða siðspeki, farsældar- og dygðakenning, sem átti að gera heiminn að paradís, er hún breiddist út og næði tökum; hún var algerlega hagnýt (praktisk), leitaði ekki svo mjög nýrra sanninda, heldur öllu fremur ráða til þess að gera gagn; hún hafði mikinn uppeldisblæ, vildi fyrst og fremst ala upp og frœða. Það verkfæri, sem spek- ingar þessir notuðu til þess að afla sér þekkingar og draga ályktanir sinar, var heilbrigð skynsemi eða dómgreindin, og þeir gengu að því sem vísu, að á dómgreindina mætli
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.