Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1921, Blaðsíða 64

Eimreiðin - 01.09.1921, Blaðsíða 64
320 RÓMANTÍK EIMKEIÐIN' Við verðum þó að varast að gera takmörkin of skörp; það er hér sem alstaðar ella í sögunni, að landamærin eru óljós; svo sem eg hefi reyndar þegar bent á, voru einnig til straumar í elztu rómantíkinni, sem runnu beint í sömu átt sem hin þrengri þjóðernislega stefna, er hreyfingin fylgdi síðar. Þegar Wackenroder sökti sér á stúdentaárum sínum af ástriðu niður í rannsókn fornþýzkra handrita, eða dvaldi í Herzensergiessungen með ástúð við Albrecht Durer, þegar hann syngur lof um Niirnberg og fornþýzka byggingalist, — þá liggja faldar í þessu rætur að sérstak- lega þjóðernislegri list. Um Tieck er sama máli að gegna; áhugi hans á æfintýrum og fornum alþýðubókum, sem hann færir sér í nyt í skáldskap sínum, vinnur með að breytingunni. það er þó einkennilegt fyrir elztu rómantísku kynslóð- ina, að ættjarðarást hennar er mestmegnis bókmentaieg; áhugi þeirra á hinu þjóðlega á helzt rót sína að rekja til þess, að þeir finna þar ný verkefni — nýtt efni í skáld- skap. Hjörtu þeirra eru ekki brennheit og þrungin af hin- um verulegu örlögum ættjarðarinnar, sem voru harla dimm í kringum þá. Fyrstu og sterkustu æskuáhrifunum urðu þeir fyrir á þeim tíma, þegar pólitíska ástandið heima fyrir vakti skelfingu í staðinn fyrir hrifningu. í lok átjándu aldarinnar lá þýzkur þjóðarandi og þjóðernistilfinning svo gersamlega í dvala og ástandið var svo aumt, að beztu menn þjóðarinnar forðuðust að skipta sér af opinberum málum og leituðu hælis í hugsjónaheimi fyrir handan skýin, sem földu fyrir þeim veruleikann, er þeir höfðu andstygð á. Þessi kynslóð horfir til himins á leið sinni gegnum lífið, sökkvir sér ofan í hið djarfasta hugarflug í heimspeki, reisir kynlega loftkastala úr kóngulóarvef drauma sinna, en sér hvorki né vill sjá þá veröld, sem er umhverfis. Á meðan gekk járnharður veruleikinn í manns líki frá Frakklandi út yfir alla Evrópu, og hver þjóðin eftir aðra kiknar í knjáliðunum fyrir veldi hans, en engin þjóð hrapar svo langt niður sem Þýzkaland, er alt var i molum og skorti enn þá tilfinninguna um það, að vera ein þjóð; að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.