Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1921, Blaðsíða 80

Eimreiðin - 01.09.1921, Blaðsíða 80
336 ATHUGASEMDIR UM KRISTNITÖKUNA ieimreiðin heiðninnar i landinu. En svo bættist það við, að hér gat hann náð sér niðri á íslendingum fyrir mótþróa þeirra. Bauð hann þegar i stað að grípa þá, og hafði í heitingum að láta meiða þá eða drepa. Er ekki mikill vafi á þvi, að Ólafur konungur hefði orðið þeim óljúgheitur um þetta, ef ekki hefði fyrirbæn þeirra Gissurar og Hjalta komið til, og heit þeirra, að kristna landið. Þetta sýndi mjög skýrt og ótvírætt afstöðu konungs, og enginn vafi er á því, að þeir Gissur og Hjalti hafa sagt frá þessu er heim kom, og þá ekki felt neitt undan eða dregið úr. Nú var auðséð að ekki var um annað að gera en hrökkva eða stökkva. Annaðhvort urðu íslendingar að gerast kristnir, eða þá að hætta öllu sambandi við Noreg, að minsta kosti í tíð Ólafs Tryggvasonar, og þola af hon- um allar þær búsifjar, sem hann gat fram við þá komið. En hann var ungur maður og hraustur og vænlegur til langra lífdaga, og hafði mörgum á kné komið. Menn hafa getið sér til, hvað Þorgeir goði muni hafa verið að hugsa, er hann lá undir feldinum, áður en hann sagði upp lögin frægu. Menn hafa hugsað sér, að hann hafi verið að ráða fram úr klofningnum i íslenska rikinu, eða, eins og Ólsen hugsar sér, að hann hafi verið að semja ræðuna. En hér er enn eitt efni, sem hann þurfti að hugsa um, efni, sem ekki kom innanríkismálunum við, efni, sem var laust við gamla og nýja goða, og laust við gamla og nýja siðinn: Gátu íslendingar slitið öllu sam- bandi við ættlandið, Noreg? Gátu íslendingar yfirleitt att kappi við ólaf Tryggvason, gátu þeir lifað við reiði hans? Á þessu hlaut að velta lagauppsögn hans, hvað sem inn- anrikisdeilunum leið. Sambandið við Noreg hefir á þessum tíma verið ákaf- lega náið, og það svo, að þegar frá er tekið þetta eina, að íslendingar höfðu sett á stofn sérstakt ríki, sem ekki var skattskylt undir Noregskonunga, þá má kalla ísland hluta af Noregi um þessar mundir. Menn áttu frændur í Noregi, og þá oft og einatt enga kotunga, svo sem Gissur hvíti, er talið gat til frændsemi við Ólaf konung. Tungan var ein og hin sama, þjóðin sú sama. Og til Noregs var aðal-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.