Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Síða 68
68
H- Lundborg
þess íjarar hún út smásaman og deyr, eða blandar kyni
við þjóðir, sem eru lakar kynjaðar, svo sem Portugals-
menn, Afríkubúa og aðrar þvílíkar þjóðir.
Sænska þjóðin hefur fram til síðustu tíma alið aldur
sinn í fátækt, en það hefur eigi skort börn á heimilunum.
Hinn mesti hluti þeirra hefur orðið að berjast áfram, og
samt sem áður hafa Svíar alveg fram til þessa dags get-
að staðið öðrum jafntætis, já að sumu leyti hafa þeir
verið öðrum Evrópuþjóðum fremri bæði að líkamlegu
og andlegu atgjörvi. Getur þetta haldið áfram ? Tæplega^
að minsta kosti ekki, ef við höldum áfram á svo hættu-
legri braut sem þeirri, er vjer nú erum komnir á. Sæl-
lífið og minkandi barnafjöldi á meðal hinna velmegandi
stjetta lofar engu góðu. far við bætist nú sá verksmiðju-
iðnaður, sem breiðist út meira og meira, og virðist ætla
að sjúga úr oss blóð og merg.
Sú þjóð, sem eykur ekki mannfjölda sinn, úrkynjast.
Að því er jeg framast veit, er ekkert dæmi upp á það í
sögunni, að nokkur þjóð megni að komast áfram, ef fleiri
deyja árlega af henni en þeir, er fæðast. Hún hlýtur að
eyðileggjast.
Ef mæður vorar og ömmur hefðu haft þá aðferð að
ala eitt eða tvö börn eins jafnaðarlega eins og nú á sjer
stað á Frakklandi eða á allmörgum sænskum heimilum, þá
mundi mestur hluti þeirra manna, sem halda uppi menn-
ingu þjóðarinnar, aldrei hafa fæðst. Pað sjest best ef
rannsakað er eitthvert mikið ættartölurit. Höfundur þess-
ara lína, hinn fjórði í röðinni af sjö systkinum, hefði eigi
fæðst. Ekki er kyn þó að margir tali með áhuga um slíka
kenningu, því að hún álítur leti og sjálfselsku vera dygðir.
Svo að þetta -verði ekki misskilið, skal jeg þegar
geta þess, að jeg á eðlilega ekki við það, að æskilegt
væri að menn hugsunarlaust ættu sem flest börn, en jeg
dirfist að halda því fast fram, að hraustir og duglegir