Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Side 153
Sænsk og íslensk skyldurækt
5S
fjármálum. Petta lán vildu þeir láta taka á Englandi. Ef slíkt lán væri
tekið, væri úti um alt sjálfstæði landsins. Island sjálft með öllu sem á
því er, bæði kviku og dauðu, yrði þá veðsett og sett undir yfirstjóm
lánsveitanda; mundi það þykja lítið veð fyrir slíkri skuld. Jeg minnist
eigi að nokkuð blað á íslandi yrði til þess að mótmæla þessari tillögu
sjálfstæðisforingjanna.
Botnlaust skuldabasl og sjálfstæði er aldrei samfara. B. Th. M.
Sænsk og íslensk skyldurækt. Veturinn 1919 — 20 dvaldi Arnór
Sigurjónsson á kennaraskóla í Uppsölum. Par vildi þá svo til einn morg-
un í skammdeginu, að kennari einn kom 10 mínutum ofseint í fyrsta
tímann. Milli kenslustunda heyrði Arnór hann segja frá því í kennara-
stofunni, að hann hefði vaknað ofseint sökum þess, að vekjaraúr hans
hafði eigi vakið liann. Hann klæddi sig þá í skyndi, tók með sjer árbita
sinn og skundaði í skólann. Petta var í fyrsta sinn, er hann kom ofseint
í skólann, og það var á þriðja ári hans við skólann, og um einar 10
mínútur var að ræða.
Veturinn 1917 —18 tók stúdent einn þátt í latínukenslu við háskól-
ann í Reykjavík. Bæði honum og öðrum nemendum þótti leitt, hve oft
það vildi til, að kennarinn kom alls eigi í tínrana. Peir tóku sig þá eitt
sinn saman um það, þá er kennarinu kom eigi í tíma, að þeir skyldu
ekki koma í næsta tíma, og vita, hvernig kennaranum yrði við, er enginn
þeirra kæmi. Peir gerðu þetta þegar, og er þeir komu í næsta tíma þar
á eftir, bjuggust þeir við, að kennarinn mundi segja eitthvað. Sú vor>
brást eigi heldur, því nú kom kennarinn í tímann, En er hann tók til
máls, byrjaði hann með því að biðja þá að afsaka, að hann hefði ekki
komið í seinasta tímann. Hann hefði hitt kunningja sinn á götu, og farið-
með honum ú kaffihús og steingleymt svo tímanum! Pá er kennarinn
hóf sögu þessa, varð nemendunum litið hverjum á annan, og áttu þeir
erfitt með að verjast hlátri.
Um veturinn komst kennarinn yfir rúmar 30 bls. í lesbók Gertz með
nemendum sínum.
Hvaða áhrif slíkur kennari hefur á æskulýð þart engrar skýringar.
Rjettur, fræðslurit um fjelagsmál og mannrjettindi. Ritstjórr
Pórólfur Sigurðsson. 1. —5. ár, Akureyri 1915—20. Tímarit þetta
er nú komið á 5. árið. Flestir, sem að því standa, eru Pingeyingar.
Elstur þeirra er tíenedikt Jónsson >frá Auðnum, þjóðkunnur mentamaður.
í riti þessu eru margar góðar ritgjörðir, og sumar þeirra um málefni, sem.
hafa lítið verið rædd áður á íslandi. Pað er því skaði, að rit þetta
hefur eigi enn náð þeirri útbreiðslu, sem það verðskuldar; er vonandi að t. a.
m. Sunnlendingar og Vestfirðingar gefi því meiri gaum hjer eftir en liingað til.
Rúmið leyfir eigi að þessu sinni meira en rjett að nefna eina rit-
gjörð í 1. hefti 5. árs. Hún er um skipulag íslenskra bókasafna
ettir Arnór Sigurjónssen og einkar fróðleg. í þeim efnum erum vjer
íslendingar skamt á leið komnir. í því eina bókasafni á Islandi, sem.
hefur fjárafla og mannfjölda til að vera í lagi, er flest í ólagi. Væru
bókasöfn komin í sama horf á íslandi sem hjá Dönum og Svíum, mundi
vera bókasafn í hverjum hreppi og þau fá mikið fje úr ríkissjóði og^
hreppssjóði. Alþýðubókasöfn Dana geta fengið alt að 1 5000 kr. á ári úr
ríkissjóði, enda styrkja þeir bókasöfn sín miklu betur en Svíar. Höfund-
urinn á þakkir skilið fyrir að hafa ritað ritgjörð þessa, og það er gleði-
legt, að sumir hinir bestu menn Pingeyinga hugsa um málefni þetta. Síð-
asta vetur var Sigurgeir Friðriksson, bóndi í Skógarseli í Suður-
Pingeyjarsýslu, hjer í Kaupmannahöfn, og gekk í bókasafnsskóla. Hann
mun vera hinn eini íslendingur, sem það hefur gert. Einnig fór hann til