Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Side 137

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Side 137
Georg Brandes, Michelangelo Buonarroti 37 Matthías Jochumsson hefur þýtt og mörgum eru kunnar. Hann ritaði margar aðrar sögur og leikrit, ágætar barnabækur og skólabækur handa byrjendum. Ein þeirra er kunn á íslandi, sBók náttúrunnar«, en þó einungis fyrsti þriðjungurinn af henni, því að hitt hefur því miður eigi kornið út á íslensku; er vonandi að það komi út bráðlega, því að bókin er ágæt. Topelius orti og mikið, og eru til 3 ágæt kvæðasöfn eftir hann: »Ljungblommor«, »Nya blad« og »Ljung«. Alt, sem hann ritaði og orti, var svo einfalt og ljóst, að allir skildu það. 1878 sótti hann um lausn frá prófessorstörfum við há- skólann, en honum auðnaðist að vinna enn í 20 ár fyrir þjóð sína. Hann var riðinn við afarmörg menningarfyrirtæki meðal Finna, og studdi alt, er miðaði til framfara og góðs. Hann var hið mesta ljúfmenni, sannkristinn maður í orðum og verk- um, og hugljúfi allra góðra manna. Hann var virtur og elsk- aður öllum Finnum framar á síðustu 20 æfiárum sínum. Georg; Brandes, Michelangelo Buonarroti, Kmhöfn 1921. 2 bindi í stóru broti. 448 bls. og myndir á 100 blöðum. Gyldendals bókaverslun, verð 48 kr. — Það hefur vakið undrun hve miklu nokkrir háaldraðir menn hafa orkað í heimsófriðinum, og má þar einkum nefna Hindenburg, yfir- hershöfðingja Þjóðverja, og Clemenceau, ráðaneytisforseta Frakka, sem báðir eru um áttrætt. En í raun rjettri verð- skuldar það ekki minni aðdáun, sem dr. Georg Brandes hefur unnið nú á ófriðarárunum, og hann er á sama reki sem menn þessir, verður áttræður 4. febr. á næsta ári. Brandes hefur síðan ófriðurinn hófst gefið út hvert ritið á fætur öðru, og á meðal þeirra eru fjögur stór rit, hvert í tveim bindum. Hið fyrsta þeirra er um Goethe, stórskáld Þjóð- verja, og kom út 1915, annað um Francois de Voltaire, eitthvert hið mesta skáld og rithöfund Frakka, hið þriðja um Cajus Julius Cæsar og nú hið fjórða um Michelangelo. Michelangelo er hinn tilþrifamesti, tignarlegasti, stórgerð- asti, frumlegasti og fjölhæfasti listamaður, sem uppi hefur verið, að minsta kosti síðan listir Forn-Grikkja voru í mestum blóma. Hann lagði í upphafi mesta stund á höggmyndalist, og kall- aði sig sjálfur höggmyndara; en hann var svo ágætur málari, að eftir hann eru hin frægustu og mestu málverk, sem til eru. Um byggingarlist hans ber Capitolium í Róm vitni og Pjeturskirkjan, hið mesta og fegursta hús í heimi. Auk þessa var Michelangelo allmikið skáld.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.