Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Blaðsíða 118
Í’rír Skotar
118
Carthy í New Statesman 4. des. 1920). En bók Kers um
myrku aldirnar er eins snildarleg og ágæt.
Af íslenskum efnum hefur prófessor Ker auk þess ritað
um Sturlu í'órðarson og um biskupana Guðmund Arason og
Jón Arason og fleiri.1) Um Origines Islandicae skrifaði hann
ritdóm í English Historical Review, okt. 1905. Víkingafje-
lagið í Lundúnum hefur hann ávalt stutt drengilega bæði með
vinnu og fjárframlögum. íslensku, sem hann bæði talar og
ritar, hefur hann lengi kent við »University College« í Lund-
únum, og má segja, að hann láti ekkert tækifæri ónotað til
þess að giæða áhuga á íslenskri tungu og íslenskum mentum
á Englandi, og samúð með þjóðinni, sem Island byggir.
Honum nægir eigi heldur að gera þetta að eins á Englandi,
því hann lætur sjer líka hugleikið um að íslensk tunga sje
vernduð og í heiðri höfð á íslandi; í því skyni gerði hann
það höfðingsbragÖ að kosta nýja og vandaða útgáfu af riti
því, sem svo mjög hafði stuðlað að hreinsun og fegrun ís-
lenskunnar, þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar á Odysseifskviðu
(1912). Slíkt var fágætt tiltæki, en það lýsir manninum ákaf-
lega vel. Hitt lýsir líka lunderni hans, að hann, þessi mikli
lærdómsmaður og víðfrægi snillingur, var glaður eins og barn,
sem fær fallega jólagjöf, í hvert skifti er hann fjekk brjef frá
krökkum, sem hann hafði kynst uppi í sveit á íslandi og sem
skrifuðu honum eins og leikbróður sínum, eða þá smala, sem
verið hefði á bænum þar sem þau áttu heima.
Til íslands mun Ker fyrst hafa komið 1893, en sex sinn-
um alls. Eignaðist hann hjer marga vini, þótt nú sjeu fallnir
í valinn ýmsir af þeim, sem honum voru kærastir, eins og t.
d. Guðmundur skáld Magnússon, Björn Ólsen og Matthías
Jochumsson. l’egar hann frjetti lát Ólsens, varð honum að
orði vísa Bólu-Hjálmars j Mínir vinir fara fjöld«, og víst mun
honum hafa þótt um þær mundir sem lítt frysi á feigs vök,
þar sem voru vinir hans, og tíðhöggið í þá fylkinguna, enda
flaut þá enn blóð Norðurálfustyrjaldarinnar miklu og átti marg-
ur um sárt að binda. Af eftirlifandi vinum hans á Islandi
mun síra Kjartan Helgason 1 Hruna vera honum kærastur, og
hjá honum var hann vanur að dvelja um stundarsakir á Is-
landsferðum sínum.
1*011 prófessor Ker sjeu bókmentirnar eðlilega hugfólgn-
astar af íslenskum efnum, fer það þó fjarri því, að hann
hugsi um þær einar. Hann lætur sjer ekki á sama standa
l) Sjá Saga-Book of the Viking Society, V. o. fl. bindi.