Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Side 85
85
Brjef 2. ágúst 1919 um verðlaunasjóðinn
gætt, að sjóðurinn er fyrir öll þau býli milli fjalls og
fjöru, sem grasnyt hafa, þá er það afarhægt, ef
allir verða samtaka. Auk þess mun ríkissjóður styrkja
sjóðinn einhvern tíma nú á hinum næstu árum. Enn
fremur geta menn, bæði húsbændur og hjú, sem enga
erfingja eiga, arfleitt sjóðinn.
Pað er sannarlega tími til þess kominn, að íslend-
ingar taki að sýna það í verkinu, að þeir kunni að meta
það við hjú sín, ef þau eru dugleg og dygg.
011 þau tillög til verðlaunasjóðsins, sem greidd hafa
verið til hans síðan í ágúst 1919, hefur Einar Helgason
lagt jafnóðum í Söfnunarsjóðinn. t*að er nú vonandi að
Hreppamenn og allir þeir menn, sem lofað hafa tillögum
í sjóðinn, og margir aðrir sendi tillög sín sem fyrst til
Einars Helgasonar, svo að þau komist sem fyrst í Söfn-
unarsjóðinn. Hann mun birta í Búnaðarritinu skýrslu um
þær jarðir, sem greitt hefur verið fyrir.
Eftir níu ár verður íslenska þjóðfjelagið 1000
ára. Pá ætti þessi sjóður að vera orðinn 100000 —
eitt hundrað þúsund — kr., og íslendingar að taka að
launa menn sína efíir verkum þeirra, dug og dygð.
Betur geta þeir eigi eftir svo skamman undirbúning minst
þessa afmælis. það mætti þá byrja á bestu hjúunum,
þeim sem hafa unnið húsbændum sínum lengstmeðdug
og dygð.
Bogt Th. Melsteð.