Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Qupperneq 91
Mannfjelagssiðferði
9i
vörum til stórtjóns fyrir landið, samningssala til þess að
skrúfa upp vöruverðið, svik og lagabrot í eigingjörnum
tilgangi, árás hlutafjárglæframanna á nauðsynlega vöru-
framleiðslu o. s. frv. En hann talar eigi nánar um það,
því að sjerhver geti sagt sjer það sjálfur, að það er eðli-
legt, að hugarfar manna getur einungis breytst hægt og
hægt, þótt ástandið sje orðið breytt, í því mannfjelagi,
þar sem borgararnir kynslóð eftir kynslóð eru aldir upp
við smáiðnir einstakra manna og baráttan fyrir tilverunni
hefur verið leiðarstjarna þeirra, í mannfjelagi, þar sem
hins vegar samkepni starfsbræðra var nægileg til þess að
hindra hvern mikilsvægan yfirgang eða ásælni, og þar
sem því viðkvæðið: mesti ágóði og minsti kostnaður,
gat átt sjer stað, án þess að vinna þjóðfjelaginu stórtjón.
Pótt ófriður gjósi upp og aðflutningar stöðvist, geta menn
samt eigi breytt tísku og aðferðum nema hægt og hægt
og með erfiðleikum. Pað er því eðlilegt að menn skifta
eigi um hugarfar í skyndi, þótt iðja þeirra verði stóriðn-
aður og þeir fái veruleg áhrif á efnahag manna víðsvegar.
Ef ástand mannfjelagsins á að breyta mannfjelagsanda af
sjálfu sjer og án þess að nokkuð sje stutt að því, þá
verður þess svo lengi að bíða, að eigi dugar að segja að
slíkt lagist af sjálfu sjer.
Sá maður, sem er vanur að stjórna búgarði sínum
eftir því, sem hann hefur mestan hag af, og lætur bróð-
urson sinn vera bústjóra og skipar systurdóttur sína fyrir
mjólkurbúið, án þess að spyrja nokkurn um það, hann
mun varla alt í einu og af sjálfsdáðum gjörbreyta hugs-
unarhætti sínum og skoðun, af því að hann á að stjórna
hreppnum eða ríkinu. Flestir verða þegar í æsku að reyna
að hafa ofan af fyrir sjer. Eiginhagur hlýtur að verða leið-
arstjarna vor; menn verða að lifa. En það uppeldi og
þau áhrif, sem menn verða fyrir af þessu, þarfnast ann-