Aldamót - 01.01.1901, Side 138
138
Stóri-Hvammur og Litli-Hvammur. Sveinbjörn heitir
bóndinn í Stóra-Hvammi, sem er stór jörð með mörg-
um hlunnindum, en fremur engjalítil; hann er ekkju-
maður, orðinn nokkuð roskinn, búhöldur hinn bezti og
fjáður vel. Alt gengur honum að óskum, nema hon-
um leiðast ráðskonurnar, sem hann þarf að búa með
og einlægt eru að fara frá honum hver á fætur annarri,
og hann langar til að eignast Litla-Hvamm og ná þar
í góðu engjarnar. En þar býr roskin kona, sem Guð-
ríður heitir; hún er ekkja og hefir orðið á bak að sjá
bæði manni sínum og einkasyni. Hún er mesta bú-
sýslukona og er ekki á því að selja kotið sitt. Svo
kemur Sveinbirni það óskaráð í hug að biðja Guðríðar
til að ná í kotið. Eg get ekki stilt mig um að setja
hér, hvernig Guðríður er látin gjöra grein fyrir því,
hvers vegna hún geti ekki farið frá Litla-Hvammi, af
því mér finst það muni vera eitt af hinu fallegasta, sem
til er á íslenzku.
„Sannleikurinn er sá, að eg er áreiðanlega komin af giftinga aldr-
inum. Eg er orðin of gömul til að breyta til. Eg get ekki lengur lát-
ið mér ant um ný verk og nýja hluti. Eg get ekki látið mér þykja
vænt um nýjan mann — ekki líkt því eins mikið og mér ætti að þykja.
,,Þó það væri ekki annað, þí væri það eitt nóg, að eg get ekki far-
ið frá Litla-Mvammi. Eg get það ekki, þó ekki væri lengra að fara,
en inn að Stóra-Hvammi.
,,Þér þykir það líklega ótrúlegt, en svona er því nú samt farið, að
eg hef ekki einu sinni treyst mér til að rífa baðstofuna þá arna, þó hún
sé orðin hrörleg og fornfáleg, og þó að eg hafi vel haft efni á því. Hér
er eg borin og barnfædd, og hér hljóp eg um gólfið og lék mér, þegar
eg var lítil. Eg gæti ekki einu sinni unað mér annars staðar í baðstof-
unni en í húsinu því arna. Hér hefir alt gjörst, sem eg hugsa mest
um. Hér hefi eg lengst um verið hjá manninum mínum sáluga. Hér
höfum við ráðið ráðum okkar, hér hefir okkur orðið sundurorða og hér
höfum við sæzt. Hér hefi eg annast hann veikan, og hér hefi eg þakk-
að guði fyrir, að hann fékk heilsuna aftur. Hér hefir hann faðmað
mig og kyst. Hér hefi eg kvatt hann í síðasta sinn. Hér hefi eg alið
einasta barnið, sem við eignuðumst Hér hefi eg setið undir því og
hossað því og leikið mér að því, og hér hefi eg kyst það, þegar það var
að deyja. Eg get ekki unað mér annars staðar. Og eg gæti ekki
hætt að hngsa um þetta alt, né farið að hugsa um alt annað. Þú