Aldamót - 01.01.1901, Blaðsíða 162
IÓ2
um. Og nú lætur hann ofurlítiö nýtt safn, 25 kvæði,
koma fyrir almennings sjónir. Því miöur hefi eg ekki
fyrra safnið viö hendina. En þegar eg las þessi kvæði,
kom mér til hugar, að það væri hér auðséö, að höf-
undurinn hefir þroskast allmikið síðan fyrra kvæða-
safnið kom út. Samt er hér saman viö nokkur bitur-
Íeiki til lífsins og mannanna, senr fremur er til lýta.
Vísur eins og lausavísurnar á bls. 32 og 33 ættu menn
helzt ekki aö yrkja og hreint ekki að láta prenta,
þriöju vísuna ekki sízt. En það er ýmislegt í kvæðum
þessum, sem er bæði þýtt og fallegt, og hugsanirnar
bera víða vott um alvarlegan mann með mikið auðugra
andans líf en alment gjörist. Alveg nýskeð hafa tvö
nrikið snotur kvæöi sést eftir hann, sem að líkindum
hafa verið orkt eftir að þetta litla safn kom út, sem er
þó alveg nýskeð. Framan við þessa litlu bók er mynd
höfundarins, sem nú er hér í hópi Vestur-íslendinga.
Heldur en ekki hefir mönnum
Björn Jónsson: orðið tíðrætt út af stafsetningar-
Stafsetningar- tilbreytingunni, sem gjörð var
orSbók. að tilhlutun Blaðamannafélags-
ins. Samt hefi eg nú þá trú, að
sú réttritun muni nú um langan aldur verða ofan á, og
að með henni sé stórt spor stigið nær því takmarki, að
allir fylgi nálega sömu réttritun. Enda sýnir það
þroskaleysi þjóðar vorrar og bókmenta, að á henni
skuli hafa verið sá dæmalaus ruglingur og verið hefir.
Stafsetningarorðbókin, sem Björn Jónsson, ritstjóri
Isafoldar, hefir samið að tilhlutun Blaðamannafélags-
ins, er lítið kver,en mjög þarflegt. Eg er viss um, að
hún styður betur að því, en mörg önnur stærri bók, að
rétt verði farið með mál vort. Eins og bent var á
hér að framan.hefir dr. Jón Þorkelsson, eldri, fært rök
fyrir því í ritgjörð, sem nú birtist í Tímariti Bókmenta-
félagsins, að sú tvöföldun samhljóðanda, sem Konráð