Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Blaðsíða 37
39
ræslan er ófullnægjandi. Nú er það sýnilegt, að nokk-
urt hlé verður á ræktunarframkvæmdum, því bændur
skortir fé til að kaupa vinnu, sáðvörur og áburð fyrir,
en væri þá ekki skynsamlegt að nota þetta hlé til að
endurbæta þá ræktun, sem þegar er til, þar sem líka
slíkar endurbætur eru fyrsta skilyrðið til þess, að full
not fáist af þeim áburði, sem vér berum á og löndin
skili ríkulegri og kjarngóðri uppskeru.
Venjulega er það frjóefnamagn, sem gróðurinn fær
á þann hátt, sem nú hefur verið skýrt frá, ófullnægj-
andi til að gefa meiri uppskeru en 15—25 hesta af
hektara og þar sem þessi uppskera af áburðarlausu
landi hefur ennfremur tiltölulega lítið fóðurgildi, verð-
ur kostnaðurinn við að afla hennar of mikill, auk þess,
sem hún getur eigi greitt neinar verulegar ræktunar-
umbætur, eins og framræslu, jarðvinslu o. s. frv. Vér
verðum því venjulega, ef um arðvænlega ræktun á að
vera að ræða, að flytja gróðrinum meira eða minna af
næringarefnum í áburði.
Hver einasti jarðyrkjumaður hlýtur að leggja kapp
á, að fá sem mestan árangur af þeim áburði, sem hann
ber á jörðina og til þess að ná því takmarki, þá kemur
aðallega þrent til greina, þegar um búfjáráburð er að
ræða: 1) Að áburðurinn sé vel geymdur og í sem hag-
kvæmustu ásigkomulagi fyrir gróðurinn. 2) Að jai'ð-
vegsskilyrði og jurtagróður hindri eigi hagkvæma nýt-
ing áburðarins. 3)Að áburðaraðferðirnar séu þannig,
að sem minst af frjóefnum áburðarins fari forgörðum.
Hvað geymslu áburðarins og hagkvæmt ásigkomulag
hans fyrir gróðurinn áhrærir, þá er það vafalaust
fyrsta og þýðingarmesta skilyrðið, að hinn fasti og
fljótandi hluti hans séu aðskildir strax í gripahúsun-
um og varðveittir sinn í hvoru lagi. Gildir þetta sér-
staklega með áburð undan kúm og hestum, en getur