Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Page 47
49
leiða það fóður, sem vér reiknum með að kýrin þarfn-
ist og er sennilegt að svipað gildi um aðrar tegundir
búfénaðar.
Eg gat þess í byrjun, að grasrækt vor væri mjög á-
burðarfrek samanborið við það, sem tíðkaðist erlendis
og má vafalaust kenna óhagstæðari vaxtarskilyrðum,
svo sem kaldara loftslagi o. s. frv. um það að einhverju
leyti, en vafalaust er aðalástæðan sú, að vér höfum
ekki ennþá lært að hagnýta oss fóðurjurtir ertublóma-
ættarinnar í sáðsléttum vorum á sama hátt og tíðkast
erlendis. Eg hefi áður drepið á það, að smáverugróður
jarðvegsins hefði verulega þýðingu fyrir efnatöku jurt-
anna; ein tegund baktería lifir á rótum jurta af ertu-
blómaættinni og myndar þar einskonar hnýði eða æxli,
bakteríur þessar hafa þann eiginleika að geta notfært
sér köfnunarefni loftsins til næringar og geta á þann
hátt safnað allmiklum forða köfnunarefnis. Þegar svo
bakteríurnar deyja og leysast sundur, getur það köfn-
unarefni, sem er bundið á þennan hátt, komið jurta-
gróðrinum að notum. Sé mikið af jurtum ertublóma-
ættarinnar eða belgjurtum, sem þær líka nefnast, í
graslendunum, getur bakteríuköfnunarefnið oft og tíð-
um fullnægt köfnunarefnisþörf gróðursins.
Nokkurar tegundir belgjurta vaxa hér á landi, en
aðeins ein þeirra — hvítsmárinn — hefur nokkura
verulega útbreiðslu í ræktuðu landi og þó svo takmark-
aða að varla er hægt að telja, að hún hafi mikil áhrif
á köfnunarefnisþörf gróðursins. Tilraunir, sem gerðar
hafa verið til að innleiða ýmsar belgjurtir, hafa flestar
mishepnast að mestu eða öllu leyti, en því geta valdið
viðráðanlegar orsakir, og virðast tilraunir, sem Rækt-
unarfélagið er nú að gera, benda til að svo sé- Það er
þó varla tímabært enn, að skýra frá þessum tilraun,
4