Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Qupperneq 62
64
tekið fram, að hér er aðeins gengið út frá allra nauð-
synlegustu byggingum, sæmilega hlýjum, björtum og
rakalausum, er geti enst, án mikils viðhalds í 30—40
ár, en séu annars gerðar á sem einfaldastan hátt og úr
því ódýrasta efni, sem hér er völ á. Þar sem þetta efni
verður tekið til meðferðar á öðrum stað hér í ritinu,
skal eg ekki ræða það frekar hér, en mér er það fylli-
lega ljóst, að í byggingarmálum sveitanna þarf að
verða alger stefnubreyting frá því, sem verið hefur að
undanförnu, því sýnilegt er, að landbúnaður vor get-
ur eigi staðið straum af dýrum byggingum og vafa-
samt, hve miklar þakkir vér í framtíðinni fáum fyrir
þær byggingar, er vér reisum óbornum kynslóðum, og
þótt efnaðri bændur getileyft sér að byggjadýrar, vand-
aðar og varanlegar steinbyggingar á jörðum sínum, þá
er það algerlega óforsvaranleg ráðsmenska, þegar fá-
tæklingar og frumbýlingar eiga hlut að máli.
Framlag það, sem eg hefi ætlað nýbyggjunum, kann
í fljótu bragði að virðast hátt, en á það má benda, að
ókleyft er að reisa nýbýli, nema landnemarnir sjálfir
geti lagt fram nokkurn hluta stofnkostnaðarins og þar
sem fjórir nýbyggjar eiga hér hlut að máli og þeir geta
leyst nokkurn hluta framlagsins af höndum sem vinnu
við ræktun og byggingu býlanna, þá ætti þetta að vera
kleyft. Eins og áður hefur verið drepið á verður land-
nám að grundvallast að nokkuru leyti á ráðdeild og
fjársöfnun hinnar uppvaxandi kynslóðar og óhætt er
að fullyrða, að á síðastliðnum áratugum hefur ungu
fólki verið í lófa lagið að safna nokkuru fé með vinna
sinni, ef sparlega hefði verið á haldið. Sökin liggur þó
fyrst og fremst hjá hinni ríkjandi kynslóð, sem van-
rækt hefur að opna unga fólkinu útsýn og aðstöðu til
að fást við skapandi verkefni, eins og landnámið er.
Hvað það fé, sem eg hefi gert ráð fyrir að ríkið legði