Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Page 77
79
andi ár: »og kýs fulltrúa á búnaðarþing« og aftan
við 3. málsgr. komi: »afl atkvæða ræður úrslitum
mála«.
Allar þessar breytingar voru samþyktar í einu
hljóði.
4. Fjárhagsáætlun. Formaður las upp frv. til fjár-
hagsáætlunar fyrir árið 1932 og gjörði grein fyrir fyr-
irætlunum stjórnarinnar við framkvæmdir á árinu.
Umræður urðu nokkrar á víð og dreif en snerust brátt
að garðrækt héraðsbúa, sem er það starfssvið er sam-
bandsstjórnin vill beita kröftum þess að á þessu ári.
Hafði hún, til að stuðla að aukinni kartöflurækt, á-
kveðið að útvega sambandsfélögunum útsæði og áætl-
að kostnað af því kr. 1500.00, voru lagðar fram á fund-
inum útsæðispantanir er námu 7085 kg. með 30 aura
verði á kg.; nam andvirði þessa útsæðis kr. 2000.00
eða 500 kr. fram yfir áætlun stjórnarinnar. Eftir all-
langar umræður um þetta mál var samþykt svohljóð-
andi tillaga:
»Með tilliti til þess að fé það sem varið er til að
kaupa útsæðiskartöflur verður ekki talið eyðslufé og í
trausti þess að búnaðarsambandsstjórnin hlutist til ura
að eftirleiðis verði ávalt fáanlegar í héraðinu nægar
útsæðiskartöflur, samþykkir fundurinn að 2. gjaldliður
fjárhagsáætlunarinnar hækki um 500 kr.«
Þá voru samþyktar svohljóðandi tillögur:
a. Með því að líklegt er að erfitt reynist að útvega
nægilegt kartöfluútsæði til þess að fullnægja pönt-
unum, ályktar fundurinn að beina því til búnaðar-
félagsformanna á sambandssvæðinu að þeir grensl-
ist um það hvort ekki fáist keyptar útsæðiskartöfl-
ur hjá einstökum mönnum, og komi þeim framboð-
um á framfæri, til sambandsstjórnarinnar sem
allra fyrst.