Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Page 106
108
innflutningsleyfið, og haustið 1930 fór einn úr stjórn-
inni, Hallgrímur Þorbergsson, suður, á fund lands-
stjórnarinnar, með erindi upp á vasann frá sambands-
stjórninni, sama efnis og áður getur. Urðu þá betri
undirtektir hjá landsstjórninni og lauk með því að
stjórin sjálf flutti frumvarp til alþingis um innflutn-
inginn á fénu. Lá frumvarpið til athugunar fyrir Bún-
aðarþingi 1931 og er hið sama, sem nú er orðið að lög-
um. Er nú féð komið hingað í sýsluna og verður fyrsta
tilraunin gerð með það á þessu ári. Þess má geta að
ráðunautur landsstjórnarinnar í þessu máli, Hannes
Jónsson dýralæknir, var hlyntur málinu og lagði þvi
liðsyrði. Sögu þessa máls áður hér getur, má rekja í
Búnaðarritinu.
Kaup á traktor. Sambandið keypti Fordson dráttar-
vél með tilheyrandi verkfærum, sumarið 1929 og rak
hana til vorsins 1931. En seldi hana þá Búnðararfélagi
Húsavíkur, jarðabótafélaginu »ófeigi« í Reykjahverfi
og bóndanum á Laxamýri. Orsakir þess að vélin var
seld voru þær, að vélin gat ekki fullnægt vinnubeiðni
á sambandssvæðinu nema að litlu leyti, en sambandið
treysti sér ekki til að kaupa fleiri vélar, og að kostnað-
ur við rekstur vélarinnar reyndist töluvert meiri en
gerlegt þótti að ná inn fyrir vinnu með henni. Hlaut
því að verða mjög ósanngjarnt að greiða hallann af
sameiginlegum sjóði búnaðarfélaganna á sambands-
svæðinu. Vél þessi er nú í dágóðu lagi.
Sýningar á hrútum. Sambandið gekst fyrir því, að
haldnar voru sýningar á hrútum haustið 1929. Kostaði
það mann við sýningarnar og veitti auk þess styrk
nokkurn til verðlauna. Mun sambandið halda þessum
sýningum áfram við og við og halda sérstaka sýninga-
bók. Telst þetta nauðsynlegt, þar sem sýningar þessar
eru nú ráðgerðar aðeins 4. hvert ár af hálfu Búnaðat-