Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Page 123
125
ingafjórðungi og búnaðarþingsfulltrúar þeirra, skyldu
vera sjálfkjörnir fulltrúar á aðalfundi Ræktunarfé-
lagsins og hafa þar öll fulltrúaréttindi. Ennfremur
lagði stjórnin til á aðalfundi Ræktunarfélagsins 1932,
að samböndunum yrði gefinn kostur á nokkuru rúmi í
Ársritinu fyrir skýrslur og annað það, sem þau óskuðu
að birta, og að þau gætu fengið svo mörg eintök af rit-
inu, sem þau vildu, fyrir mjög vægt verð.
Sterkar líkur benda til þess, að þetta fyrirkomulag
geti orðið mjög affarasælt bæði fyrir samböndin og
Ræktunarfélagið. Á aðalfundi Ræktunarfélagsins eiga
leiðandi menn sambandanna þannig kost á að hittast og
ræða sameiginleg áhugamál, og í gegnum Ársritið
kynnast samböndin störfum hvers annars og starfsemi
Ræktunarfélagsins. Á hinn bóginn gefst Ræktunarfé-
laginu á þennan hátt betri kostur á að útbreiða árang-
urinn af starfi sínu, heldur en ella og getur bæði beint
og óbeint notið stuðnings frá samböndunum og tekið
virkan þátt i starfi þeirra.
Þetta sem nú hefur verið nefnt er þó aðeins undir-
staða af frekari viðkynningu og samvinnu milli sam-
bandanna.
Sem dæmi um efni til frekara samstarfs má nefna:
1. Bændafræðslu með námskeiðum og fyrirlestra-
ferðum. Samböndin geta sent fyrirlesara hvert til ann-
ars og þannig gert þennan þátt í starfsemi sinni veiga-
meiri og fjölbreyttari.
2. Kiynnisfarir. Eins og samgöngum er nú hátt-
að yfir sumartímann hér norðanlands, ætti að vera til-
tölulega auðvelt að koma því til leiðar, að bændur úr
einu sambandi heimsæki bændur í öðru sambandi og
fái þannig tækifæri til að kynnast framkvæmdum og
framfaraskilyrðum nágrannahéraðanna. Auk þesa, aem
slíkar kynnisfarir geta verið mjög skemtilegar, geta