Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Qupperneq 124
126
þser líka, sé þeim vel stjórnað, verið mjög lærdómsrík-
ar og vekjandi, bæði fyrir þá, sem heimsækja og hina,
er heimsóknina fá.
3. Skýrslur búnaðar-hagfræðilegs efnis. Aðstaða
sambandanna er nú orðin þannig, að þau eiga tiltölu-
lega auðvelt með að safna slíkum skýrslum, sem bæði
geta verið mjög fróðlegar og haft verulega þýðingu
fyrir starfsemi þeirra og hafa sum samböndin þegar
rætt um og jafnvel hafist handa í þessum efnum, en til
þess, að slík skýrslugerð fái víðtækt gildi, þarf hún að
grípa yfir sem stæðst svæði og að vera framkvæmd á
sama hátt á öllu því svæði er hún nær yfir.
Vafalaust mætti nefna fleiri viðfangsefni, er geta
verið sameiginleg og krefjast samvinnu milli samband-
anna hér norðanlands, en það skal þó eigi gert að þessu
sinni.
Þótt búnaðarfélögin í Norðlendingafjórðungi hafi
myndað fleiri sjálfstæð sambönd, sem er eðlileg afleið-
ing af vaxandi framkvæmdum hinna einstöku héraða,
þá þarf það á engan hátt að rjúfa þau tengsl samvinnu
og viðkynningar, sem um langt skeið hafa verið tengd
í búnaðarlegum efnum milli allra héraða í Norðlend-
ingafjórðungi og það er eðlilegast, að Ræktunarfélag
Norðurlands eigi frumkvæðið að því að viðhalda þess-
um tengslum, bæði vegna þeirra félagslegu ítaka, sem
það á í hverri sveit á Norðurlandi og svo af því, að
það hefur í fulla tvo áratugi haft forustu í búnaðar-
sambandsmálefnum fjórðungsins.
Eg hefi orðið þess var, að ýmsir hafa litið svo á, að
þýðing Ræktunarfélagsins fyrir búnaðarfélagsskapinn
í Norðlendingafjórðungi væri lokið, með þeirri breyt-
ingu, sem orðið hefur á sambandsstarfseminni í fjórð-
ungnum, en þetta er alger misskilningur. Viðhorfið
hefur breyst, en þýðing félagsins í þessum efnum hef-