Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 2

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 2
af heyskap. Síðustu ár eystra vann Ölafur að búi Jóns bónda á Egilsstöðum. Var þar stórbú á þeirra tíma mælikvarða (er raunar enn) og fékk Ólafur nýja innsýn í búskap — staðfestu þess að möguleikar í íslenskum landbúnaði voru miklir ef þekking og dugnaður sitja í fyrirrúmi. Það var því eðlilegt framhald í lífshlaupi Ólafs að hann fór til náms í búfræði — fyrst á Hvanneyri en síðar til Kaupmannahafnar þar sem hann lauk kandídatsprófi frá Landbúnaðarháskólanum vorið 1924. Að námi loknu tók Ólafur við framkvæmdastjórastarfi hjá Ræktunarfélagi Norðurlands, starf sem hann hafði raunar fengið ári fyrr, meðan hann enn hafði eigi lokið sínu háskóla- prófi. Ólafur segir svo sjálfur frá í ritgerð, að hann hafi í raun ekki haft svo mikinn áhuga á þessu starfi —- vitað það helst um þetta félag að það var í fjárhagskröggum og rak tilrauna- stöð á Akureyri. En hvatning og meðmæli skólastjóranna á Hólum og Hvanneyri, þeirra Páls Zophoníassonar og Hall- dórs Vilhjálmssonar, segir hann á sama stað að mestu hafi um það ráðið að hann sótti um þessa stöðu og fékk. Svo fór og kemur e.t.v. ekki svo mikið á óvart að það tvennt sem Ólafur vissi frekast um félagið og fyrr er nefnt varð hans helsta úrlausnarefni í starfi. Honum tókst með atorku og útsjónarsemi að koma fjárhag félagsins á réttan kjöl mjög fljótlega og þó baráttan fyrir fjárhagslegu sjálfstæði félagsins væri oft á brattann þá stóð félagið alltaf traustum fótum meðan Ólafur stjórnaði og átti verulegar eignir þegar hús og jarðir voru seldar 1963. Þótt samviskusemi og dugnaður Ólafs væri hin öruggasta trygging fyrir afkomu félagsins þá var þetta fjármálavafstur ekki það sem hugur Ólafs beindist að. Það hitt sem hann hafði um félagið fregnað —að það ræki tilraunastöð —var það sem laðaði og heillaði. Á þessum árum er þó tilraunastarfsemi öll á frumstigi hérlendis og sérdeilis í öldudal hjá Ræktunarfélag- inu þegar Ólafur kemur þar til starfa. Tilraunastöð var víst ekki nema pínulítið meira en nafnið. En hér varð fljótt breyting á. Tilrauna- og rannsóknastörf voru hafin í allt annað og æðra veldi en verið hafði og áður þekktist; bæði

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.