Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 32
gaard hefur hannað kerfi, sem byggir á því, að allar kýr skuli
fá sama kjarnfóðurmagn fyrstu 24 vikur eftir burð, án tillits til
nythæðar. Höfuðkostur þessa kerfis er einnig sá, hve auðvelt
það er í framkvæmd, og má nota það jafnt í lausagöngu- og
básafjósi. Frumskilyrði er þó, að kýrnar fái að éta eins og þær
vilja af fyrsta flokks gróffóðri. Helsti ókosturinn er hættan á of
mikilli fóðureyðslu. Það virðist því gilda hér líka, að kerfið
henti best á stórbúum, þar sem völ er á góðu gróffóðri og
kjarnfóðri á sæmilega viðráðanlegu verði, og er vafasamt að
kerfi þetta eigi erindi í íslenskt fjós, nema þá þau stærstu.
Heilfóður er blanda af kjarnfóðri og gróffóðri. Gróffóður-
hlutinn er ýmist hakkað þurrhey eða vothey. Blöndun getur
farið fram í blöndunarstöðvum eða heima á einstökum býl-
um. Notkun heilfóðurs byggist á því, að kúnum er skipt í
flokka eftir nyt, og fá þær að éta að vild. Hægt er að stjórna áti
að nokkru leyti með hlutfallinu milli gróffóðurs og kjarnfóð-
urs. Kýr í hæstu nyt fá blöndu, sem er að meirihluta kjarn-
fóður, t.d. 55-65% þurrefnis, en þær sem mjólka minna fá
fóður, þar sem kjarnfóðurhlutinn er t.d. 30-40% af þurrefninu.
Helstu kostir kerfisins, er einfaldleiki þess, og að kýrnar fá
alltaf lágmarksgróffóður. Sem hin áðurnefndu kerfi hentar
það best á stórbúum og í lausagöngufjósum, og er það ekki
notað hérlendis.
Norm-fóðrun eða „fóðrun eftir nyt“, er það kerfi, sem mest er
notað hér á landi eins og i Noregi. Auðveldast er að nota það
þegar ein gróffóðurtegund (þurrhey eða vothey) er gefin að
vild (gildir einkum á mjaltaskeiði). Einnig má nota það með
takmarkaðri gróffóðurgjöf. Frumskilyrði er, að hægt sé að
fylgjast með áti einstaklingsins. Gjarna er sett þak eða hámark
á kjarnfóðurskammt kúa í hámarksnyt, og er í því sambandi
talað um „aðlagaða normfóðrun.“:
I byrjun geldstöðu er lítil þörf á kjarnfóðri, en þó má gefa
kúnum smámatarlúku. Tveim til þrem vikum fyrir tal er
kjarnfóðurgjöf aukin, um leið og kýrnar eru vandar á það
fóður, sem þær eiga að éta eftir burð. Óhjákvæmilegur liður í
undirbúningi kýr fyrir næsta mjaltaskeið er því sá að auka
styrk (orkuþéttni) fóðursins. Mikið hefur verið rætt og ritað
34