Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Síða 10

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Síða 10
afurðanna. Yfirleitt framleiða góðar kýr mjólk í u.þ.b. 10 mánuði á ári, og jafnvel í geldstöðu þurfa þær orku umfram viðhaldsþörf til endurnýjunar eigin líkamsvefja og fóstursins. Orkuþörf fóðursins er ekki tiltakanlega mikil fyrr en á síðustu 2-3 mánuðum meðgöngutímans, en sá tími er einmitt geid- staða kýrinnar. Fóðurþörf til þessara nota verður að bæta við viðhaldsþörfina — og hið sama gildir ef kýrin er aflögð og þarf því að braggast vel fyrir næsta mjaltaskeið eða þegar ungar kýr í vexti eiga í hlut. Eftir burð eykst orkuþörfin ört og er mest fyrstu 1-3 mán- uðina, á meðan kýrin er í hámarksnyt. Orkuþörf til fram- leiðslu á einu kg af 4% feitri mjólk er 0,4 FE. Bæði orkuinni- hald mjólkur og orkuþörf til framleiðslu hennar er breytileg eftir fituinnihaldi. Hana verður því að umreikna í 4% mæli- mjólk, skv. þessari jöfnu: Kg 4% mm. = M (0,4 + 0,15 F%), þar sem M er mjólkurmagn í kg og F% er fituprósenta mjólkurinnar. 1 reynd er sjaldan tekið tillit til smárra frávika í fituinnihaldi. Kýr, sem vegur 400 kg og framleiðir 4000 kg mjólkur á ári þarf u.þ.b. 1400 FE til viðhalds og fósturþroska og 1600 FE til mjólkurmyndunar. Ef tekið er með í reikninginn það fóður, sem e.t.v. kann að fara til spillis, eykst fóðurþörfin sem því nemur. Með auknum afurðum þarfnast kýrin, skv. reglunni, 400 FE á hver 1000 kg mjólkur. I reynd verður hins vegar að reikna með meiri fóðurþörf, m.a. vegna þess að stórir fóður- skammtar meltast lakar. Próteinþörf. Prótein er nauðsynlegt til vaxtar og endurnýjunar vefja lík- amans. Það sér líkamanum fyrir efni til vöðvamyndunar og til uppbyggingar mjólkurpróteins í júgrinu. Prótein eru marg- brotin næringarefni, sem byggð eru upp úr aminósýrum, sem tengjast eftir ákveðnum mynstrum í keðjur og mynda gerðir próteina, sem eru einkennandi fyrir hverja dýrategund fyrir 12

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.