Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 45

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 45
BURÐUR MÁNUBIR FRA BURBI Mynd nr. 3. Aðlöguð normfóðrun 425 kg kýr með 5000 kg afurðagetu á fmrrheyi með u.þ. h. 1,7 (1,6-1,8) kg /FE og kjarnfóðri um og eftir hurð. urvefs og enduruppbyggingar birgða. Taka þarf tillit til þarfa fóstursins, sem aukast eftir því, sem nær dregur burði. Hor- aðar kýr og kvígur, sem enn eru að vaxa, þarf að fóðra meira en aðrar, þannig að þær séu í sem jafnbestu likamlegu ástandi við upphaf mjaltaskeiðsins. Þó ber að varast að fóðra þannig, að kýr séu of feitar við burð. Slíkt veldur gjarna lystarleysi og kvillagirni. Með hliðsjón af mynd nr. 3 er æskilegt að byrja að venja kýr við kjarnfóður fyrir burð, og auka gjöfina jafnt og þétt fyrst eftir burð. Hefur 6-8 kg gjöf 2 vikum eftir burð verið talin hæfileg viðmiðun, og þá með sem bestu gróffóðri, gjarna fleiri en einni tegund. Þetta hefur eflaust í för með sér nokkra undirfóðrun, en örari aukning kjarnfóðurgjafar gæti valdið súrdoða, og hið sama má segja um of hæga aukningu. Hóflega undirfóðrun fá kýrnar tækifæri til að vinna upp síðar á mjaltaskeiðinu. Það verður þó seint of vel fram tekið að fara verður varlega í slíka orkutilfærslu í fóðruninni og æskilegast að fóðrun

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.