Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 28

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 28
Rétt notkun próteins í fóðri mjólkurkúa. I kaflanum um próteinþörf var þess getið, að jóturdýr eru ekki eins háð samsetningu próteins og einmaga dýr. Próteinnorm eru líka sveigjanlegri en orkunormin, og er það athyglisvert, þar sem prótein er yfirleitt dýrt. Samkvæmt niðurstöðum afurðatilrauna er best að gefa mjólkurkúm 60-65 g meltanlegs hrápróteins á hvert kg 4% mjólkur, og virðist það a.m.k. gilda um kýr í hámarksnyt. Minni próteingjöf dregur úr nytinni, en hefur minni áhrif hjá kúm í 20 kg eða minni dagsnyt. Þetta virðist rökrétt. í fyrsta lagi geta kýr í hámarksnyt tæplega étið sem samsvarar framleiðslunni. Kýr í góðu ástandi geta nýtt sér fituforða líkamans sem orkuiind, án þess að prótein lík- amans komi þar á móti svo nokkru nemi. í öðru lagi meltist prótein lakar sé fóðrið mikið. I þriðja lagi og e.t.v. hinu þýð- ingarmesta eru áhrifin á próteinuppbygginguna i vömbinni. Sé kýr í lágri eða meðalnyt, mun það prótein, er örverurnar mynda, ásamt því próteini, er sleppur heilt í gegnum vömb- ina, nægja til viðhalds og mjólkurmyndunar. Með aukinni nyt hættir próteinmyndunin að hrökkva fyrir þörfinni. Þó svo að sama magn meltanlegs próteins sé gefið á hvert kg mjólkur, er hugsanlegt að skortur verði, ef sá hluti fóður- próteinsins, sem kemst til júgursins sem aminósýrur, minnkar. I raun þýðir þetta að próteingjöfin skiptir minna máli hjá kúm í lágri dagsnyt en hárri. Sé próteinið dýrt, mun 55 g mp./kg mjólkur vera hagkvæmust upp undir um 20 kg dags- nyt. Átgeta. Eins og nafnið bendir til, er átgeta skepnu mælikvarði á það, hversu mikið hún getur étið á dag, mælt í kg af purrefni í fóðri. Þó svo að meltingarfæri jórturdýra séu mikil að rúmmáli, getur þó oft verið erfitt að koma nægu fóðri í dýrin, einkum þegar þau eru í hámarksnyt. Þeir þættir, sem mest áhrif hafa á átgetu kýrinnar, eru einkum stærð hennar, afurðageta og nythæð. Auk þess má nefna holdafar kýrinnar, samsetningu og eðlisástand fóðursins, tímann, sem veittur er til átsins og ýmsa þætti fjósamennskunnar og fjóssins. 30

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.