Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 31

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 31
orkuþéttni. Með aukinni orkuþéttni (þ.e. aukinn hluti kjarn- fóðurs) eftir það, helst orkuneysla óbreytt, en þurrefnisát minnkar. Slíku ástandi geta hæglega fylgt meltingartruflanir. Fjölgun gjafa á sólarhring eykur át og jafnar gerjunar- og sýrustig í vömb. Breskar heimildir herma, að hún auki fitu- innihald mjólkurinnar, einkum ef kjarnfóðurgjöf er mikil. Fóðrunarkerfi. Nú á dögum tala fagmenn og fræðingar helst um þessi fjögur fóðrunarkerfi: r* 1. Fóðrun samkvæmt meðalmjaltalínuriti („standard laktasj onskurve“). 2. Jöfn (,,flat-rate“) notkun kjarnfóðurs fyrstu vikur mjaltaskeiðsins. 3. Fóðrun eftir lyst, á blöndu af gróffóðri og kjarnfóðri, svonefndu heilfóðri. („komplett for“). 4. Norm-fóðrun. Fóðrun samkvœmt afurðalínuriti byggist á því, að fóðuráætlun er unnin út frá stöðluðu meðalmjaltalínuriti. Á mjaltaskeið- inu breytist kjarnfóðurgjöfin jafnt fyrir allar kýr, án tillits til nythæðar. Kúnum er gefið eins mikið hey og þær vilja éta, og munu þær, sem mjólka meira en í meðallagi, reyna að vinna fóðurþörfina upp með auknu gróffóðuráti. Hið gagnstæða á við um kýr, sem mjólka undir meðalnyt. Samt sem áður er hætt við einhverri undirfóðrun bestu kúnna, og að þær lök- ustu fái óþarflega mikið. Aðalkostur þessa kerfis er hve auðvelt það er í framkvæmd, jafnvel í lausagöngufjósi. Þar sem gera má hagstæð kjarnfóð- urkaup má hugsa sér að hafa kjarnfóðurskammtinn svo stór- an, að hann nægi jafnvel fyrir bestu kýrnar. Þetta eykur þó líkurnar á óþarfa fóðureyðslu. Kerfið virðist því síður henta smærri búum, þar sem áhersla er lögð á miklar afurðir á grip, góða fóðurnýtingu og sem hagkvæmasta notkun kjarnfóðurs. Jafnfóðrunarkerfið miðast við, að hjá öllum kúnum sé kjarn- fóðurgjöf haldið jafnri í nokkurn tíma. Hinn danski Öster- 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.