Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 22
*
senda þess að hægt sé að nýta ýmislegt heimaaflafóður yfir
veturinn. Auk hefðbundins túngróðurs eru ýmsar aðrar jurtir
ræktaðar til votheysgerðar. Má þar einkum nefna rýgresi,
hafra og e.t.v. annað grænfóður. Sykruinnihald repju og fóð-
urmergkáls er hátt, þannig að verkun án íbætiefna er auðveld,
en á móti kemur að vatnsinnihald þeirra er hátt, svo að mikið
næringartap verður með afrennsli.
Graskögglar.
Vélþurrkun grass fer vaxandi, og er þá framleiðslan einkum
notuð í stað innflutts kjarnfóðurs. Graskögglar eru þó ekki
eins orkuríkt fóður og kjarnfóðurblöndur, en hafa að tals-
verðu leyti getað komið í stað þeirra við fóðrun mjólkurkúa. I
samanburðartilraunum á notkun grasköggla og kjarnfóðurs
hefur verið sýnt fram á, að í mörgum tilfellum örva gras-
kögglar mjólkurmyndun, þannig að þó að étnar fóðureining-
ar séu færri, geta kýr mjólkað meira „af sér“, án þess að missa
lyst og heilsu. Einkum hefur reynst vel að gefa grasköggla með
votheyi. Hafa rannsóknir sýnt, að próteinið í þeim er fremur
torleyst, og sleppur því að verulegu leyti við niðurbrot af
völdum vambargerla.
Svo sem við aðrar verkunaraðferðir á grasi eru gæðin mest
ef kögglarnir eru framleiddir úr því snemmslegnu.
Heykógglar.
Þegar talað er um heykögglun er einkum átt við mölun og
kögglun á heyi. Helstu kostir heykögglunar eru bætt nýting
þurrefnis (þar sem minna fer til spillis, t.d. sem moð) og aukin
átgeta. Sterkar líkur benda til að, auk átgetu, aukist nýtanleg
orka heysins einnig við kögglun. Þessi áhrif verða því meiri
sem heyið er lélegra. Þetta gildir að sjálfsögðu einnig um
grasköggla. ,
Enn sem komið er hefur heykögglun átt litlu fylgi að fagna
hér á landi, en þó mun einhver hreyfing vera á þeim málum.
Kostnaður við tækin er meiri en svo að viðráðanlegt sé fyrir
einstaka bændur, enda notkunin ekki svo mikil að hún rétt-
24