Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 30

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 30
ná oftast hámarki 4-6 vikum eftir burð, og minnka síðan hægt, en átgetan heldur áfram að aukast í nokkurn tíma, mislangan eftir samsetningu fóðursins. Þegar orkuneyslan er jöfn þörfinni hættir kýrin að léttast, og ætti upp frá því að taka að þyngjast á ný. Mikiis er um vert að hafa í huga að átgeta og afurðageta fara saman. Þannig getur kýr, sem búin er mikilli afurðagetu, að öðru jöfnu, étið meira fóður við sömu dagsnyt en kýr, sem er léleg afurðakýr. Verður nánar vikið að þessu og fleiru í kaflanum um gerð fóðuráætlana. Samsetning fóðurs getur verið margs konar, og það getur haft mismunandi eiginleika, sem hafa áhrif á átgetu. Gróf- fóður er yfirleitt mikið að rúmmáli og tormeltara en kjarn- fóður. Umsetning þess er því hægari, og það fyllir meira upp í meltingarfærin. I stórum dráttum virðist át á hinum hefð- bundnu gróffóðurtegundum haldast í hendur við meltanleika þeirra og orkuþéttni (fjölda FE/kg þurrefnis). Kýr éta meira af ungu grasi en meira þroskuðu, sama hvort um þurrhey eða vothey er að ræða. Slíkt ætti að vera bændum enn frekari hvatning til að slá snemma. Sem dæmi má nefna, að ame- rískar tilraunir hafa sýnt, að heyát minnkar um 20% með 10-14 daga seinkun á slætti. Blöndun gróffóðurtegunda eykur átið. T.d. segja Norð- menn að þurrheystugga gefin með votheysskammti valdi jafnara og meira áti. Þetta verður enn meira áberandi sé rófum, næpum eða kartöflum bætt í. í mörgum tilvikum geta kýr étið 1-2 FE af slíku fóðri, auk venjulegs gróffóðurskammts. Norðmenn notfæra sér þá vasabókarvisku, að þessir rótar- ávextir samsvari kjarnfórði að % og gróffóðri að lA. Með öðrum orðum minnkar gróffóðurát um 1 FE á dag, séu gefnar 3 FE í rótarávöxtum. Um leið sparast 2 kg kjarnfóðurs. Jórt- urdýr hafa takmarkaða lyst á gróffóðri með lágu próteininni- haldi, og meltist það hægt. Kjarnfóður með gróffóðri eykur orkuþéttni fóðurs. Hagkvæmni aukinnar orkuþéttni á sér þó sín takmörk, þar eð kjarnfóðurát dregur úr áti á öðru fóðri, einkum þegar mikið er gefið eins og í byrjun mjaltaskeiðs. Þar að kemur að heildarorkuneysla hættir að aukast við ákveðna 32

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.