Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 39

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 39
viðmiðun að eftir fyrstu 1-2 kg af kjarnfóðri valdi hvert við- bótar-kg af kjarnfóðri minnkun á heyáti eftir heygæðum, sem hér segir: 1,6 kg/FE 0,6-0,7 kg 1,8 kg/FE um 0,5 kg og 2,0 kg/FE 0,3-0,4 kg. Eins og komið verður að hér á eftir eru líkur til þess að fóðrun samkv. töflu nr. 8 sé heldur knöpp, þar eð líkur eru til að einmitt á þessu skeiði þurfi kýr að vinna upp aflagningu frá því fyrst á mjaltaskeiðinu. Eftir niðurstöðum heysýna að dæma munu margir kúa- bændur eiga einhvern hluta heyja sinna með 1,8 kg/FE, en afganginn lakari. Með því að notfæra sér þennan betri hluta heyja sinna handa nýbærum er athugandi hvernig þeim gengur að nýta afurðagetu kúa á borð við kýr nr. 2, sem á að geta mjólkað 5000 lítra og komist í 25 kg í hæstu dagsnyt (Sjá töflu nr. 7). Lítum fyrst á dæmið, þegar kýrin er í 20 kg dagsnyt við hámarksátgetu (t.d. 2-3 mán. eftir burð.): Átgeta, þurre/dag ............................ 15 kg Orkuþörf á dag................................ 11,6 FE Heyát (1,8 kg/FE)/dag (85% þ.e.)................ 11,5 kg 6,4 FE Kjarnf.át (1 kg/FE)/dag (88% þ.e.).............. 5,2 kg 5,2 FE Kg fóðurs og FE alls á dag ..................... 16,7 kg 11,6 FE Kg þurrefnis alls á dag 14,4 kg Standist forsendur virðast engir erfiðleikar vera á ferðinni hér; kýrin nær að innbyrða þá orku sem hún þarfnast. r Athugum þá dæmið í 25 kg dagsnyt: Átgeta þurre/dag Orkuþörf á dag . . 14 kg 13,6 FE 41

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.