Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 24

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 24
hófi. Norskar og sænskar tilraunir hafa sýnt, að sé mysa gefin, þegar fóðurþörf kýrinnar er í hámarki, minnka líkurnar á súrdoða. b) Meltur. Má hér helst nefna slógmeltu, sem einkum er gerð úr innyflum eða meltingarfærum úr fiski. Hún er látin sjálfmehast í nokkra daga, eftir að hafa verið blönduð sýru til varnar skemmdum. Við meltinguna verður þetta grautar- kennt, en efnainnihaldið er mjög breytilegt. Vegna þess að fitan inniheldur mikið af fjölómettuðum fitusýrum, sem jórt- urdýr þola illa er reynt að fjarlægja hana og nýta hana annars staðar. Notkun meltu til skepnufóðurs er enn á rannsókna- stigi. Auk slógmeltu má nefna grásleppumeltu, en sem kunnugt er, er miklum hluta grásleppuaflans hent, eftir að hrognin hafa verið hirt. Loðnumelta og hvalmelta koma einnig til álita. c) Heilsœði. Hér er átt við það að slá kornakra 3-4 vikum áður en kornið er fullþroskað (á svonefndu deigþroskastigi) og verka fóðrið sem vothey eða lúta það. Nokkru minna magn þarf í fóðureiningu af þessu fóðri en snemmslegnu grasi. Þetta er mögulegt á fslandi, þar sem ekki er þörf á fullþroskun kornsins. Hafnar eru nokkrar rannsóknir á ræktun byggs og hafra hér á landi í þessu skyni. Kjarnfóður. Með kjarnfóðri er yfirleitt átt við fóður, sem inniheldur mikið af auðmeltum efnum en lítið af tréni og hefur hátt fóðurgildi. Af erlendu kolvetnakjarnfóðri má nefna bygg og maís o.fl. korntegundir. f erlendum kjarnfóðurblöndum er notað jurtaprótein t.d. úr sojabaunum, bómullar- og sólblómafræi. Ekki er um auðugan garð að gresja af kjarnfóðri hér á landi, en þó má nefna dýrafitu sem dæmi um innlent kjarnfóður. Nóg er hér af próteinríku kjarnfóðri svo sem mjöli úr hinum ýmsu fisktegundum svo og kjötbeinamjöli. Um einstakar kjarnfóðurtegundir verður ekki fjölyrt hér, en í töflu nr. 3 eru gefnar upp helstu kjarnfóðurblöndur, sem nú eru og verða á markaðnum í vetur hjá hinum ýmsu fóðursöl- um á Norðurlandi. Á töflu nr. 4 eru gefin nöfn fóðurvörufyr-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.