Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 60

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 60
raunastjóra, og Guðmundi H. Gunnarssyni, ráðunaut. Ég hef lagt áherslu á mat á kalskemmdum í tilraunareitum auk þess sem ég hef nokkuð farið um og skoðað kalskemmdir í túnum bænda. Þá fór ég um Eyjafjörð í júní og safnaði bakteríu- sýnum af kalskemmdum grösum og tók bakteríurnar til ræktunar á rannsóknastofu. Loks var ég fararstjóri þriggja bændaferða í sumar, en það voru ferðir Keldhverfinga, Hörgdæla og öxndæla svo og fólks úr Fells- og Hofshreppi í Skagafirði. Þá sótti ég ásamt Þórarni Lárussyni aðalfundi búnaðarsambandanna í Austur-Húnavatnssýslu og Norður- Þingeyjarsýslu. Nú upp á síðkastið hef ég tekið þátt í flutningi rannsóknastofunnar eftir því sem aðstæður hafa leyft. Áður en ég hóf störf hjá Ræktunarfélaginu hafði ég dvalið í Ottawa í Canada í hálft annað ár við rannsóknir á þoli og kali túngrasa. Var dvöl mín þar ytra að hluta á vegum Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins en annars kostuð af Vís- indasjóði auk ferðastyrks frá Ræktunarfélaginu. Rannsóknir á þessu fyrirbæri hafa lengi verið mér mikið áhugamál, enda þótt ég hafi aldrei getað stundað þær nema í hjáverkum. Það var mér því nokkurt gleðiefni þegar mál réðust þannig að ég við heimkomuna frá Canada var ráðinn þar í % úr stöðu en hjá Rala að Vi, einnig með kalrannsóknir sem aðalstarf. Menn kunna að spyrja hvers vegna Rfl. Nl., sem mest hefur sinnt og gegnt leiðbeiningarstörfum ráði til sín mann í rannsóknir. Því er fyrst til að svara að ráðunautar Ræktunarfélagsins hafa alla tíð unnið nokkuð að athugunum og rannsóknum, enda hefur þeim verið ljóst að leiðbeiningar verða að byggjast á þekkingu sem fengin er úr rannsóknum og tilraunum auk fenginnar reynslu þeirra sem búskap stunda. Hafi aðrir ekki aflað þess- arar þekkingar þá hafa þeir gert það sjálfir, og tel ég að þessi samruni þekkingarleitar og miðlunar hafi verið lífgjafi Ræktunarfélagsins til þessa. í annan stað er þekking okkar á kalvandamálinu svo bágborin að ég held að ekkert svið jarð- ræktarinnar eða jafnvel engin hlið landbúnaðarins sé mikils- verðara rannsóknarefni. Við getum ekkert leiðbeint bændum fyrr en við vitum meira um þennan vágest. Það er ekki vansalaust fyrir þá sem landbúnaðarmálum stjórna að enn í 62

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.