Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 7

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 7
FORMÁLI Alllangt er síðan til tals kom að gefa út leiðbeiningarpésa á vegum Ræktunarfélagsins um ýmsa þætti búskapar. Að at- huguðu máli var ákveðið að gefa slíkar greinar út undir nafni ársritsins. Er þetta skýringin á því að í þessum árgangi árs- ritsins er einungis ein löng grein auk ársskýrslna og reikninga, í stað margra styttri. Efni það, vetrarfóðrun mjólkurkúa, sem varð fyrir valinu að þessu sinni, er að miklu leyti byggt upp svipað og Bréfa- skóli landbúnaðarins í Noregi hefur gert í samvinnu við nautgriparæktarfélögin þar í landi í smáritinu „Foring av mjölkeku“ frá 1977 í ritaröðinni „Framtid í fjoset“. Þórarinn Lárusson og Hjördís Gísladóttir frá Hofi í Vatnsdal hafa gert texta í þessari ritgerð, að nokkru með staðfæringu á hinu norska riti en verulega þó bætt við íslensku efni, íslenskri þekkingu á þessu sviði. Þeim Hjördísi og Þórarni er hér með þakkað ágætt og rösklega unnið starf. Sömuleiðis ber að þakka gagnlega um- ræðu og ábendingar frá ráðunautunum Guðmundi Stein- dórssyni og Guðmundi Helga Gunnarssyni og Jóni Árnasyni tilraunastjóra á Möðruvöllum. Ritstjóri. 9

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.