Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 62

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 62
stöðu á rannsóknastofu og báðar stofnanir munu greiða laun mín svo sem fyrr greinir. Eðlilegt er að menn spyrji hvernig þessum rannsóknum verði hagað. Lögð verður áhersla á að prófa þol tegunda og stofna grasa auk þess sem áhrif jarðvegs og áburðar, svo og áhrif sláttar og beitar á þol grasanna verður kannað. Verður þetta gert bæði í túnatilraunum og í þeirri rannsóknaaðstöðu sem komið verður upp á Möðruvöllum, þ.e. með grös ræktuð í gróðurhúsi eða ræktunarskáp og verða þau síðan fryst eða svelluð í frystikistum. Auk þessa verður svo unnið að því áfram að leita skýringa á því hvernig grösin raunverulega drepast í kali. Allar þessar rannsóknir eru raunar framhald á þeim rannsóknum sem ég vann að í Canada. Og hver verður svo árangurinn, er næsta spurning? Getum við ráðið bót á kalinu? Þessar rannsóknir einar sér ráða ekki bót á kalinu né leiða okkur í allan sannleikann, hins vegar veit ég, að verði þær efldar og vel að þeim staðið, munu þær varpa ljósi á ýmsar hliðar þessa flókna vandamáls og þannig hjálpa til við að draga úr tjóni af völdum kals. Þess ber að geta að nú í sumar veitti landbúnaðarráðherra kr. 85.000,- til kaupa á tækjum til þessara rannsókna. Verður fjármagn þetta notað til að kaupa skápa, frystikistur, hita- stilla og hitamæla til að rækta, herða og þolprófa grösin. Er þess nú vænst að Rannsóknastofnun landbúnaðarins flýti því að koma upp húsnæði fyrir þessi tæki á Mörðuvöllum, svo hægt verði að hefjast handa fyrir alvöru. Auk þessara rannsókna mun ég hafa umsjón með jarð- vegsefnagreiningum á rannsóknastofunni. Þessi þáttur starf- seminnar hefur verið í góðum höndum undir stjórn Jóhannesar Sigvaldasonar. Sama fólk mun að mestu vinna að þessum efnagreiningum áfram. Mér er nokkuð óljós framtíð jarðvegsefnagreininga, ég trúi ekki öðru en að þær séu nauð- synlegt tæki til leiðbeininga, en í það þyrfti að leggja nokkra vinnu. Að lokum vil ég þakka starfsfólki Rf. Nl., ráðunautum, bændum og öðru samstarfsfólki fyrir gott samstarf sem væntanlega á eftir að eflast og aukast. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.