Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 11
sig. Amínósýrur innihalda köfnunarefni. Jurtir og örverur
geta byggt upp amínósýrur og prótein úr einföldum köfnun-
arefnissamböndum. Þetta á einnig við um þær örverur, sem
hafast við í vömb jórturdýra. Kýr þarfnast mikils fjölda
amínósýra til mjólkurmyndunar í júgrinu, en efnabreytingar
af völdum örvera í vömb takmarka mikilvægi próteingerðar í
fóðri. Gerð fóðurpróteina skiptir þó meira máli þegar fram-
leiðsla skepna vex, eins og fram kemur síðar.
Til ákvörðunar próteininnihalds í fóðri og próteinþörf
mjólkurkúa er notast við „meltanlegt prótein“ (mp). Þörfin er
uppgefin í grömmum/dag, g/FE eða g/kg mjólkur.
Líkt og orku, þarfnast skepnur próteins til viðhalds, vaxtar,
fósturþroska og mjólkurmyndunar. Til viðhalds verður fóðrið
að innihalda 75 g mp./FE, sem samsvarar um 260 g dagsþörf
400 kílóa kýr.
Kúamjólk inniheldur u.þ.b. 32 g próteins/kg mælimjólkur.
Fóður til framleiðslunnar verður að innihalda nokkru meira,
þar eð eitthvað tapast við efnabreytingar í júgri og annars
staðar í líkamanum. Undir venjulegum kringumstæðum
nægir að fóður innihaldi 55-65 g mp./kg mælimjólkur. Fóður
til mjólkurframleiðslu þarf því að innihalda 130-160 g mp./
FE. Þegar afurðir eru í hámarki er talið vænlegast að úr
fóðrinu fáist allt að 65 g mp./kg mælimjólkur, enda er nýting
þess heldur lakari við slíkar aðstæður. Minna mp. þýðir yfir-
leitt minni afurðir, a.m.k. hjá kúm í hárri nyt, en þó er það
ekki fyrr en komið er niður fyrir 55 g mp./kg mælimjólkur
sem umtalsverð minnkun á sér stað.
Fóstrið eitt þarfnast 150-200 g mp./dag síðasta mánuð
meðgöngutímans, og nokkru minna þann næst síðasta. Kýr
þarfnast auk þess nokkurs próteins til eigin vaxtar eða end-
urnýjunar. Geldstöðufóðrið þarf því að innihalda nokkuð
mikið prótein, einkum síðustu vikurnar, eða allt að því tvö-
falda viðhaldsþörf.
Prótein er því mikilvægur þáttur í fóðri mjólkurkúa. Af-
urðaminnkun og vansælar skepnur geta, sem fyrr segir, verið
afleiðing próteinskorts. Of mikið prótein í fóðri telst varla
hættulegt, nema helst í geldstöðu, en veldur sóun og vannýt-
13