Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 11

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 11
sig. Amínósýrur innihalda köfnunarefni. Jurtir og örverur geta byggt upp amínósýrur og prótein úr einföldum köfnun- arefnissamböndum. Þetta á einnig við um þær örverur, sem hafast við í vömb jórturdýra. Kýr þarfnast mikils fjölda amínósýra til mjólkurmyndunar í júgrinu, en efnabreytingar af völdum örvera í vömb takmarka mikilvægi próteingerðar í fóðri. Gerð fóðurpróteina skiptir þó meira máli þegar fram- leiðsla skepna vex, eins og fram kemur síðar. Til ákvörðunar próteininnihalds í fóðri og próteinþörf mjólkurkúa er notast við „meltanlegt prótein“ (mp). Þörfin er uppgefin í grömmum/dag, g/FE eða g/kg mjólkur. Líkt og orku, þarfnast skepnur próteins til viðhalds, vaxtar, fósturþroska og mjólkurmyndunar. Til viðhalds verður fóðrið að innihalda 75 g mp./FE, sem samsvarar um 260 g dagsþörf 400 kílóa kýr. Kúamjólk inniheldur u.þ.b. 32 g próteins/kg mælimjólkur. Fóður til framleiðslunnar verður að innihalda nokkru meira, þar eð eitthvað tapast við efnabreytingar í júgri og annars staðar í líkamanum. Undir venjulegum kringumstæðum nægir að fóður innihaldi 55-65 g mp./kg mælimjólkur. Fóður til mjólkurframleiðslu þarf því að innihalda 130-160 g mp./ FE. Þegar afurðir eru í hámarki er talið vænlegast að úr fóðrinu fáist allt að 65 g mp./kg mælimjólkur, enda er nýting þess heldur lakari við slíkar aðstæður. Minna mp. þýðir yfir- leitt minni afurðir, a.m.k. hjá kúm í hárri nyt, en þó er það ekki fyrr en komið er niður fyrir 55 g mp./kg mælimjólkur sem umtalsverð minnkun á sér stað. Fóstrið eitt þarfnast 150-200 g mp./dag síðasta mánuð meðgöngutímans, og nokkru minna þann næst síðasta. Kýr þarfnast auk þess nokkurs próteins til eigin vaxtar eða end- urnýjunar. Geldstöðufóðrið þarf því að innihalda nokkuð mikið prótein, einkum síðustu vikurnar, eða allt að því tvö- falda viðhaldsþörf. Prótein er því mikilvægur þáttur í fóðri mjólkurkúa. Af- urðaminnkun og vansælar skepnur geta, sem fyrr segir, verið afleiðing próteinskorts. Of mikið prótein í fóðri telst varla hættulegt, nema helst í geldstöðu, en veldur sóun og vannýt- 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.