Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 13
Mynd 1. Magi jórturdyra: Fóður kemur lítið sem ekkert tuggið um vélinda (S) - vömb
(V). Fínni hluti fóðursins fer í keppinn (N). Grófari hluti þess (tréni) fer aftur til
jórturs og berst vel tuggið aftur til vambar ( V) og þaðan ásamt fínni hlutanum úr kepp
(N) um laka (B) vinstur (L)yfir i mjógirni (T) og áfram.
skepnum fyrir nægu D-vítamíni. Til öryggis er skynsamlegt
að gefa A- og D-vítamín aukalega eftir sólarlítil og slæm
heyskaparár.
Efnaskipti í vömb.
Kýr eru jórturdýr. Þær eiga því auðvelt með að melta og
umbreyta næringarefnum í algengustu tegundum gróffóðurs,
svo sem grasi, votheyi og þurrheyi. Slíkt gróffóður er mönnum
og einmaga dýrum lítils sem einskis virði. Þessi eiginleiki
jórturdýra skapast af því, hver þróun hefur orðið á maga
þeirra, ásamt því að örverur vambarinnar annast mikinn
hluta meltingarinnar. Magi jórturdýra skiptist í 4 hluta,
vömb, kepp, laka og vinstur (Sjá mynd 1). Hinir 3 fyrstu
nefnast einu nafni formagi, en vinstur samsvarar maga ein-
maga dýra. Vömb og keppur eru u.þ.b. 70% af heildarrúm-
máli magans og rúma í fullorðinni kú 200-250 1. Þessir hlutar
magans eru lítt aðskildir, og vinna saman. I þeim lifir aragrúi
örvera, fyrst og fremst gerlar og einfrumungar. Þessar örverur
eru sérstaklega aðlagaðar lífi í maga jórturdýra. Þar skortir
15