Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 50

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 50
STARFSSKÝRSLUR 1980-81 Til aðalfundar Rœktunarfélags Norðurlands 1. september 1981. I. SKÝRSLA JÓHANNESAR SIGVALDASONAR Inngangur. Á síðasta ári mjög síðla varð sú breyting á mínum högum, að ég ákvað að taka við nýju starfi, sem mér bauðst eftir umsókn hjá Iðnaðardeild Sambands íslenskra samvinnufélaga á Ak- ureyri. Sagði ég því þá starfi mínu hjá Ræktunarfélaginu lausu frá 1. apríl s.l. og hætti fastri vinnu hjá félaginu í samræmi við það. Að samkomulagi hefur þó orðið, að ég hafi bókhald og greiðslur til næstu áramóta auk þess sem áætlað er að ljúka nokkrum verkefnum sem legið hafa hálfkláruð. Formsins vegna er ég þó um stundarsakir skráður í einn fjórða stöðu hjá félaginu á meðan óráðstafað er þeim parti af minni gömlu stöðu, en Bjarni Guðleifsson er enn aðeins ráðunautur félagsins að þrem fjórðu. Mín skýrsla verður því stutt. Fyrst einkenndust störfin af vanabundinni vinnu haustsins með heyefnagreiningum og öðru heimaverki og á þeim parti miðsvetrar sem ég var enn við störf fór margt í snúninga tengt því að nú leið að þeim degi að ég hætti. 1 hefðbundnum stíl verður þó hér á eftir það helsta rakið sem að höndum bar. Jarðvegsefnagrein ingar. Á liðnu hausti bárust Rf. jarðvegssýni frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og Vestur-Húnvetninga. 1 vor bættust svo í safnið sýni frá Austur-Húnvetningum, Skagfirðingum og úr Suð- ur-Þingeyjarsýslu. 52

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.