Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 18
miðað við þroskastig. Nokkuð er mismunandi eftir grasteg-
undum hvenær best er að slá. Almennt má þó segja að grös
eigi að slá, er þau eru að skríða. Samkvæmt norðlenskum
rannsóknum má segja eftirfarandi um sláttutíma einstakra
grastegunda handa mjólkurkúm: Vallarfoxgras má vera
skriðið en ekki farið að blómstra. Vallarsveifgras og tún-
vingull mega vera skriðin. Língresi má vera nýskriðið. Há-
liðagras og snarrót mega mest vera hálfskriðin, þ.e. i þann
mund að setja punt. Þar sem er blandaður gróður er miðað
við þá tegund, sem mest er af. I töflu nr. 2 má sjá áhrif
sláttutíma á næringargildi vallarfoxgrass.
Tafla 2. Niðurstöður úr norskri tilraun um áhrif mismunandi
sláttutíma á næringargildi vallarfoxgrass.
Þroskastig Þurrefni 1 hverju kg. þurrefnis Hlutfallslegt
vallarfoxgrass grass,% gmp g trefjar FE næringargildi
2 vikum fyrir byrjun skriðs 15,1 142 213 0,86 100
Byrjun skriðs 2 vikum eftir 19,9 100 279 0,76 88
byrjun skriðs 26,5 65 318 0,64 74
Byrjun blómgunar . . . 31,1 48 327 0,56 65
Samkvæmt innlendum rannsóknum virðist næringargildi
vallarfoxgrass breytast minna milli skriðs og blómgunar en
gefið er til kynna í töflu 2.
Augljóslega fæst auðmelt fóður með háu próteininnihaldi
þegar slegið er snemma á þroskaskeiði plantna. Seinkun á
slætti eykur rúmmál og þyngd uppskerunnar, en hætt er við
að næringargildi hennar verði ofmetið. Þó að þetta skipti
miklu, verður bóndinn að taka tillit til heildaruppskeru,
verkunaraðferða og annarra aðstæðna, og hafa veðrátta og
aðrir umhverfisþættir áhrif á þetta. Það getur því verið erfitt
að finna hinn eina rétta sláttutíma, og taka verður með í
reikninginn, að ekki verða öll tún slegin samtímis.
20