Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 43

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 43
nógu góð hey. Verður hér látið staðar numið varðandi gerð og spjall um fóðuráætlanir, þótt af mörgu sé að taka; — svo mörgu að gæti hæglega skapað efni í grein jafnlanga þessari. Slíkt bíður betri tíma. Á meðan eru bændur, og aðrir áhugasamir lesendur, hvattir til að glíma við fleiri dæmi. Nota þá gjarna eigin aðstæður, og jafnvel eigin forsendur um átgetu o.fl., sýnist þeim svo. Höfuðatriðið er að fjósamenn geri sér sem fyllsta grein fyrir hvernig best verður að fóðrun staðið. SAMANTEKT OG LOKAORÐ UM FÓÐRUN OG FJÓSMENNSKU Hér að framan hefur verið drepið á flesta þætti fóðrunarinn- ar. Útfærslu á fóðurkerfinu og mjaltatilhögun verður að sjálfsögðu að laga eftir einstökum fjósum og búum, en hér verða þó rifjuð upp og nefnd nokkur frumatriði, sem máli skipta. Sem fyrr segir er mikilvægt að gera sér grein fyrir átgetu einstakra kúa og fóðurþörfum á hverjum tíma. Mynd nr. 2 sýnir vel misræmið milli nythæðar, sem er mest 4-6 vikum eftir burð og átgetu sem nær ekki hámarki fyrr en eftir u.þ.b. 2 mánuðum eftir burð eða jafnvel seinna. Vand- kvæðin á fóðrun án verulegs kjarnfóðurs fyrstu 4-6 vikur frá burði koma enn betur í ljós þegar átgetulínan er borin saman við línuna fyrir orkuþörfina (FE). Sést að þá þarf hvert kg af þurrefni í fóðri að innihalda u.þ.b. eina FE (þ.e. orkuþéttni fóðursins þarf að vera mjög mikil). Eftir það léttir mjög á og um miðbik mjaltaskeiðsins er orkuþéttnin á bilinu 0,6-0,7 FE/kg þ.e. og undir lok þess og fyrst í geldstöðunni er hún aðeins um 0,5 FE/kg þ.e., en eykst síðan mjög, einkum tvær síðustu vikur fyrir burð. Út frá mynd nr. 2 kemur vel í ljós að notagildi hey- og grasköggla í stað kjarnfóðurs er mest um 45

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.