Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Síða 33

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Síða 33
um, hve mikið skuli fóðra á þessu tímabili. Ráðlegt er að fóðrið á síðustu vikum meðgöngutímans sé nóg til framleiðslu 8-10 kg dagsnytar, auk viðhalds og að í skammtinum séu 2-3 kg kjarnfóðurs. Enn meiri fóðrun eykur átgetu fyrstu vikur eftir burð, en tilraunir hafa ekki sýnt auknar afurðir. Hér má geta um almenna reglu, sem sett hefur verið fram varðandi magn kjarnfóðurs síðustu vikur fyrir tal. Hún byggist á því að gefa kúm á þessum tíma um /3 af því kjarnfóðri, sem kýrin kemur til með að þurfa mest eftir burð, sem aftur byggist á fóðurgæðum og því hversu hátt og fljótt kýrin kemur til með að fara eftir burð að dómi fjósamanns. (Sjá nánar töflu nr. 5). Mikilvægt er að hafa í huga að bæta ekki kjarnfóðri við kýrnar allara síðustu dagana fyrir burð. Eftir burð er kjarnfóðurgjöfin aukin stig af stigi. Yfirleitt er rétt að byrja þessa gjöf strax á 2. eða 3. degi eftir burð. Vel hefur reynst að auka kjarnfóðurskammtinn u.þ.b. 350-400 g á dag, eða 700-800 g annan hvorn dag, þar til hámarki er náð, sem oftast er um tveim vikum eftir burð. Örari aukning er ekki ráðleg, þar sem með henni eykst hættan á lystarleysi og Tafla 5. Ráðlagt kjarnfóðurmagn (kg/dag) í síðustu viku fyrir tal miðað við heygæði, áætlaða hæstu dagsnyt eftir burð og hversu fljótt hún næst. Heygæði (kg/FE) Hæsta dagsnyt: Undir 25 kg Yfir 25 kg Rólega Hratt Rólega Hratt 1,6 og betra 1,5 2,0 2,0 2,5 1,7-1,8 2,0 2.5 2,5 3,0 l,9gverra 2,5 3,0 3,0 3,5 * Tölur, sem eru neðan og hægra megin við brotalínuna gefa til kynna að erfitt er að fóðra á slíku heyi til hámarksafurða. 35

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.