Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 15
myndun í vömb stendur í beinu sambandi við heildarefna-
breytingar í henni, þar sem myndunin eykst með aukinni
fóðurneyslu á meltanlegum lífrænum efnum.
Orku- og próteinumbreytingar í vömb hafa í för með sér
bæði kosti og galla fyrir fóðurnýtingu kýrinnar. Af gerjun
stafar orkutap, bæði í formi lofttegunda og sem varmi. Slíkt
orkutap er hverfandi lítið í þörmum og í maga einmaga dýra.
Kostir vambargerjunar eru fyrst og fremst fólgnir í nýtingu
gróffóðurs, sem væri dýrinu annars ónýtanlegt. Þar af leiðir
að gerjunin hefur því meiri þýðingu sem hlutur gróffóðurs er
stærri. Höfuðkostur gerjunar varðandi prótein er sá, að dýrið
getur nýtt köfnunarefnissambönd sem ekki teljast eiginleg
prótein (Non-Prótein-Nitrogen eða NPN). Af slíku köfnun-
arefni er yfirleitt mikið í grasi og öðru fóðri með lágu þurr-
efnisinnihaldi. Aðalgallinn er hins vegar sá, að eiginlegt
prótein er einnig brotið niður í vömb, og tapast að hluta. Það
prótein myndi því nýtast betur með annars konar meltingu.
Um víða veröld er unnið að því að koma í veg fyrir slíka
eyðileggingu á dýrmætu próteini í vömb. í stuttu máli — að
nýta kosti vambargerjunar og koma jafnframt sem mest í veg
fyrir ókosti hennar. Hefur athyglin einkum beinst að því,
hvernig koma megi þessum dýrmætu próteinum heilum úr
greipum örvera og aftur í þarma. Dæmi um innlendar fóður-
tegundir, sem innihalda dýrmætt prótein er fiskimjöl og
graskögglar. Hafa próteingæðin aukist við hitameðferð þessa
fóðurs við þurrkun, og hugsanlega einnig við kögglunina
sjálfa.
Mikilvœgi fóðursamsetningar.
Náttúruleg fæða jórturdýra er gras og annað gróffóður. Hin
flókna vambargerjun á sér langa þróunarsögu hjá þessum
jurtaætum. Kýr eru aðeins ein af mörgum jórturdýrategund-
um, en hafa mikla þýðingu sem framleiðendur matar fyrir
mannkyn. Meðal annarra jórturdýra má nefna húsdýr eins og
sauðfé og geitur, og villt dýr svo sem hreindýr.
Ef jórturdýr nærast á venjulegu gróffóðri, verka vambar-
gerlarnir oftast eðlilega. Nútíma landbúnaður gerir miklar
17