Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 63
AÐALFUNDUR 1981
Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands var haldinn í Þela-
merkurskóla, Hörgárdal, þriðjudaginn 1. sept. 1981.
1. Formaður félagsins Egill Bjarnason setti fundinn og bauð
fundarmenn velkomna. 1 upphafi fundar minntist
formaður þriggja forystumanna bændasamtakanna á
Norðurlandi, er látist höfðu frá því síðasti aðalfundur Rf.
Nl. var haldinn. Allir þessir menn höfðu komið mikið við
sögu Rf. Nl., en þeir voru Þórarinn Haraldsson bóndi
Laufási, N.-Þing, Gísli Magnússon bóndi Eyhildarholti,
Skag. og Ólafur Jónsson ráðunautur. Vottuðu fundar-
menn hinum látnu virðingu sína með því að rísa úr sæt-
um. Þá fór fram skipan starfsmanna fundarins. Formaður
Egill Bjarnason var tilefndur fundarstjóri, en fundarrit-
arar Guðmundur Steindórsson og Stefán Skaftason.
2. Eftirtaldir menn voru skipaðir í kjörbréfanefnd.Teitur
Björnsson, Sveinn Jónsson og Gunnar Oddsson. Yfirfór
nefndin kjörbréf og lagði síðan til að eftirtaldir menn
teldust rétt kjörnir fulltrúar á aðalfund Rf. Nl. 1981:
Búnaðarsamband V.-Hún.:
Aðalbjörn Benediktsson.
Búnaðarsamband A.-Hún.:
Jóhann Guðmundsson,
Guðmundur Jónasson.
Búnaðarsamband Skagafjarðar:
Gunnar Oddsson,
Egill Bjarnason.
65