Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 63

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 63
AÐALFUNDUR 1981 Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands var haldinn í Þela- merkurskóla, Hörgárdal, þriðjudaginn 1. sept. 1981. 1. Formaður félagsins Egill Bjarnason setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. 1 upphafi fundar minntist formaður þriggja forystumanna bændasamtakanna á Norðurlandi, er látist höfðu frá því síðasti aðalfundur Rf. Nl. var haldinn. Allir þessir menn höfðu komið mikið við sögu Rf. Nl., en þeir voru Þórarinn Haraldsson bóndi Laufási, N.-Þing, Gísli Magnússon bóndi Eyhildarholti, Skag. og Ólafur Jónsson ráðunautur. Vottuðu fundar- menn hinum látnu virðingu sína með því að rísa úr sæt- um. Þá fór fram skipan starfsmanna fundarins. Formaður Egill Bjarnason var tilefndur fundarstjóri, en fundarrit- arar Guðmundur Steindórsson og Stefán Skaftason. 2. Eftirtaldir menn voru skipaðir í kjörbréfanefnd.Teitur Björnsson, Sveinn Jónsson og Gunnar Oddsson. Yfirfór nefndin kjörbréf og lagði síðan til að eftirtaldir menn teldust rétt kjörnir fulltrúar á aðalfund Rf. Nl. 1981: Búnaðarsamband V.-Hún.: Aðalbjörn Benediktsson. Búnaðarsamband A.-Hún.: Jóhann Guðmundsson, Guðmundur Jónasson. Búnaðarsamband Skagafjarðar: Gunnar Oddsson, Egill Bjarnason. 65

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.