Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 14
sjaldnast næringarefni, sem þær lifa á góðu lífi, til gagns bæði
sér og hýslinum, kúnni. Jórturdýr skortir þá hvata, sem þarf
til að brjóta niður tréni (sellulósa), hálftréni (hemisellulósa)
og fleiri efnasambönd, sem mynda meginhluta þurrefnis í
venjulegu gróffóðri. Hins vegar meltist sterkja, sem er aðal-
efnið í korni og kartöflum, auðveldlega í þörmum bæði ein-
maga dýra og jórturdýra. Örverur vambar geta breytt bæði
tormeltum efnum, svo sem tréni og auðmeltari kolvetnum
eins og sterkju og sykrum, í efnasambönd, sem kýr geta nýtt.
Fita og prótein taka einnig miklum breytingum í vömb.
Þessar efnabreytingar örveranna nefnum við einu nafni
vambargerjun. Hin umbreyttu efnasambönd nota örverur
sem orkubrunn til eigin efnaskipta, svo sem vaxtar. Mikil-
vægar aukaafurðir þessara efnaskipta eru rokgjarnar fitusýr-
ur, fyrst og fremst ediksýra, própíonsýra og smjörsýra. Þær eru
síðan teknar upp í gegnum vambarvegginn, og jórturdýr nota
þær sem orkugjafa og til uppbyggingar efnasambanda, t.d.
við mjólkurmyndun. Tilraunir hafa leitt í ljós að 60-70% af
meltanlegri orku fóðursins er breytt í rokgjarnar fitusýrur af
örverum vambarinnar, og þær síðan nýttar af hýslinum.
I kaflanum um próteinþörfina var þess getið, að gæði
próteins skipta minna máli hjá jórturdýrum en einmaga dýr-
um. Einnig þetta stafar af starfi örvera. Svo sem hjá æðri
dýrum byggist vöxtur þeirra á próteini. Allt að 50-70% af
þurrefni örvera í vömb er prótein á náu gæðastigi. Til vaxtar
nýta örverur vambarinnar einföld köfnunarefnissambönd
(N-sambönd) svo sem ammoníak, sem myndast hafa úr
flóknari N-samböndum fóðursins, einnig fyrir tilstilli örvera.
Ur slíkum einföldum N-samböndum og með nýtingu orku frá
kolvetnabreytingum myndast gerlaprótein, sem síðar kemur
hýslinum til góða. Að magni til skiptir þetta örveruprótein
jórturdýr miklu máli. Tilraunir sýna að allt að 50% próteins í
þörmunum er frá örverum komið, og því kemur allt niður í
40% beint úr fóðrinu. Þetta stafar af því, að eftir ævilok
í vömb ganga gerlar og einfrumungar aftur í vinstur og
þarma, þar sem þeir eru meltir og teknir upp ásamt því
fóðurpróteini, sem hefur komist þangað óbreytt. Prótein-
16