Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Qupperneq 61

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Qupperneq 61
dag eru ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kali nákvæmlega þær sömu og fyrir 10-20 árum, almennar leið- beiningar um beit, slátt, áburð, umferð og grastegundir. Enda þótt tíðni og útbreiðsla kalskemmda fari vaxandi, þá hefur nær engu fjármagni verið varið sérstaklega til rannsókna á kaláhrifum framangreindra þátta, en ætíð gripið til kostnað- arsamra bjargráða þegar í óefni er komið. Rannsókna- og tilraunastarfsemin á að vera brautryðjandi, rannsaka nýjar aðstæður, aðferðir og viðhorf áður en þeim er hrundið í framkvæmd. Á þann hátt getur tilraunastarfsemin í smáum stíl tekið á sig áföll og afleiðingar sem annars gætu dunið yfir bændur landsins. Hér hafa forsjármenn rann- sóknarstarfseminnar greinilega sofið á verðinum. Flestir bændur landsins hafa orðið fyrir einhverjum búsifjum af völdum kalskemmda, en rannsóknamenn og ráðunautar standa enn í sömu sporum. Þetta er alls ekki eina dæmið um eftirlegu rannsóknastarfsemi landbúnaðarins, en þó e.t.v. það alvarlegasta. Eðlilegast hefði ég talið að Rannsóknastofnun landbúnaðarins tæki alfarið að sér þessar mikilvægu rann- sóknir, jafnvel þó verið hefði á kostnað annarra rannsóknar- verkefna, en á því var enginn kostur. Það er því enn eitt dæmið um lífsþrótt Ræktunarfélagsins að það skuli ganga fram fyrir skjöldu og taka þessar rannsóknir upp á sína arma. Það hefur áður gerst að þetta aldurhnigna, en þó síunga félag, ryðji brautina fyrir aðra sem síðan taka við. Vona ég að svo verði einnig í þetta sinn, að rannsóknir þessar verði síðar á vegum réttra aðila og Ræktunarfélagið geti þá snúið sér að öðrum verkefnum svo sem sönnum brautryðjanda sæmir. Eins og ég nefndi áður, þá er þetta rannsóknaverkefni unnið í samvinnu milli Ræktunarfélagsins og Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins. Mun Rannsóknastofnunin vænt- anlega leggja til starfsaðstöðu, þ.e. tilraunaland og húsnæði til frysti- og svelltilrauna. Hefur þessari aðstöðu verið hugs- aður staður í Eggertsfjósinu á Möðruvöllum eftir að kýrnar verða fluttar í tilraunafjósið nýja, en það hefur svo sem menn vita dregist allt of lengi. Ræktunarfélagið mun leggja til að- 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.