Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Qupperneq 36
matarsalt. Þá hafa flestir lýsi og eitthvað af þangmjöli til sölu.
KEA og Kf. Svalbarðsstrandar á Akureyri hafa yfirleitt haft
hreint kalíumklóríð til sölu vegna sérstakra kalískortstilfella í
kúm.
GERÐ FÓÐURÁÆTLANA OG ATGETA
Ymislegt þarf að athuga við gerð fóðuráætlunar, ekki síst
þegar mjólkurkýr eiga í hlut. Því nákvæmari, sem fóðrunin á
að vera, þeim mun fleiri þátta þarf að taka tillit til. Fóðurþörf
þarf að vera þekkt, þá fóðurgildi og efnainnihald fóðursins og
síðast en ekki síst átgeta kýrinnar. Hægt er að fara nokkuð
nærri um hina tvo fyrst nefndu þætti, úr töflum um fóður-
norm og efnainnihald eða fóðurefnagreiningum, en átgeta er
erfið viðureignar, eins og ráða má af spjalli um það efni fyrr í
greininni. Við gerð fóðuráætlana er mjög knýjandi að vita
átgetuna, enda er mjög undir henni komið, hvort hægt er að
ná fóðurþörfum með ákveðnu fóðri við ákveðnar aðstæður.
Þótt ýmsar tölur og formúlur um átgetu hafi verið gefnar
og miðað er við lifandi þunga, nythæð, fóðurgildi, gerð fóðurs,
gjafarlag o.fl. er þetta sá þáttur, sem hver bóndi verður end-
anlega að finna að miklu leyti sjálfur fyrir kýr sínar, hverja og
eina. í þessu sambandi má raunar segja að íslenskir bændur
hafi verið á undan sinni samtíð fyrir svo sem hálfri öld, en þá
tíðkaðist víða að vigta hey og annað fóður í kýrnar. Þótt
nánast sé ógerningur að gefa dæmi um fóðuráætlun, sem
hægt er að nota beint, verður þó gerð tilraun til að sýna fram
á ýmis atriði hér að lútandi miðað við ákveðnar forsendur.
Aður en lengra er haldið er vakin athygli á, að þar sem
átgeta skepna er mæld í kg af þurrefni á dag er æskilegt að
bændur tileinki sér þennan mælikvarða. I dæmum hér á eftir
verða því yfirleitt gefin kg fóðurs og ásamt kg þurrefnis í því,
ef það mætti verða til að auðvelda mönnum þessa hugsun.
38